Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4.2.2025 14:32
Fær að dúsa inni í mánuð til Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Innlent 4.2.2025 10:59
Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tók gildi á föstudagskvöld á Austfjörðum hefur nú verið aflétt. Innlent 4.2.2025 07:31
Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30. janúar 2025 21:33
Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30. janúar 2025 20:34
Umferð um brautina gangi hægt Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Innlent 30. janúar 2025 12:11
Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Innlent 30. janúar 2025 10:48
„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Innlent 29. janúar 2025 15:36
Leita vitna að árás hunds á konu Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árás hunds á konu á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku. Konan var flutt særð á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir árásina. Innlent 29. janúar 2025 14:25
Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Maður sem er grunaður um stunguárás í Grafarvogi í október síðastliðnum sagði við lögreglumenn, eftir að hann hafði verið handtekinn og verið var að flytja hann á lögreglustöð, að hann hafi verið að „verja sig gegn ranghugmyndum“. Innlent 29. janúar 2025 08:33
Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Innlent 28. janúar 2025 19:04
Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar dauðsfall þar sem grunur leikur á að inntaka á fölsuðum Xanax-pillum hafi leitt til andlátsins. Innlent 27. janúar 2025 20:21
Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Innlent 27. janúar 2025 16:30
Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann Lögregla var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Í öðru tilvikinu var um að ræða þrjá sem voru „með almenn leiðindi“ við aðra farþega í strætó og var þeim vísað út. Innlent 27. janúar 2025 06:22
Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. Innlent 26. janúar 2025 21:00
Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Innlent 26. janúar 2025 12:05
Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gær vegna tilkynningar um ungmenni með skotvopn. Byssumannsins er enn leitað. Hann meðhöndlaði byssuna í kringum hóp annarra ungmenna og hefur lögreglu tekist að bera kennsl á einhver þeirra. Innlent 26. janúar 2025 11:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Tveir sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli hafa viðurkennt að hafa komið að innflutningi bíls hingað til lands, sem innihélt mikið magn af metamfetamín-kristöllum, en þeir segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að efnin væru í bílnum. Innlent 26. janúar 2025 10:52
Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Lögreglunni var tilkynnt um mann sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri í hverfi 108 í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Innlent 26. janúar 2025 07:35
„Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Innlent 25. janúar 2025 21:03
Sleginn í höfuðið með áhaldi Líkamsárás sem lýst var sem „meiriháttar“ í dagbók lögreglu í morgun reyndist ekki jafnalvarleg og talið var í fyrstu, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25. janúar 2025 13:21
Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa. Innlent 25. janúar 2025 07:31
Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn. Innlent 24. janúar 2025 15:08
Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Innlent 24. janúar 2025 12:02