Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. febrúar 2025 11:47 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda