Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Lögreglan var vopnuð skotvopnum þegar forseti Úkraínu kom hingað til lands og hitti forsætisráðherra Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira