Lögreglumál

Fréttamynd

Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds

Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Svikahrappar sofa aldrei“

Hótunarbréf, í ýmsum útgáfum, berast almenningi í sífellu en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna á mikilvægi þess að líta á slík bréf með gagnrýnum augum því líkur séu á því að tölvuþrjótar hafi sent bréfin í þeim tilgangi að svíkja fé út úr fólki.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir karlmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 26 ára gömlum karlmanni. Fram kom að hann væri 26 ára, 189 sentímetrar á hæð, grannvaxinn, með blágrá augu og skollitað hár. Talin var hætta á að hann skaðaði sig.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð

Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum.

Innlent