Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 11:15 Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. Belgískir fjölmiðlar segja hann vera mikinn heimshornaflakkara sem komið hafi til yfir fimmtíu landa á ferðalögum sínum. Leitað hefur verið að honum við vatnið síðan á laugardag. Greint er frá nafni mannsins í belgískum fjölmiðlum og fjallað um leit íslenskrar lögreglu og björgunarsveita í Þingvallavatni. Í frétt HLN segir að Debecker sé tveggja barna faðir frá Leuven, menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.Debecker er jafnframt sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið, samkvæmt frétt HLN. Þar kemur auk þess fram fjölskylda Debeckers hafi verið látin vita af leitinni. Málið hafi fengið mjög á fjölskylduna, sem vildi ekki tjá sig um málið við miðilinn.Leit haldið áfram á morgun Lögregla á Suðurlandi gengur út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis er hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina en umfangsmikil leit að honum hófst á laugardag. Lögregla hefur jafnframt verið í sambandi við aðstandendur hans, sem hafa ekkert heyrt í honum síðustu daga. Þá telur lögregla að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að hann sé í vatninu. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu síðan um helgina og hafa aðstæður til leitar verið slæmar. Hlé var gert á leitinni um hádegisbil í gær. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi nú í morgun að leit verði ekki haldið áfram fyrr en seinnipartinn á morgun. Leitað verður á vatni og gengið í fjörur. Þá hefur verið kannaður möguleiki á því að senda kafara frá sérsveit Ríkislögreglustjóra til að leita í vatninu. Sveinn segir að þeir bíði eftir hagstæðum veðurskilyrðum og verði vonandi sendir til leitar seinna í vikunni.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26 „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11. ágúst 2019 09:26
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01