Lögreglumál Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Innlent 29.11.2022 10:14 Lögregla kölluð til vegna grunsamlegs pakka í Hlíðahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 111 um klukkan 22 í gærkvöldi. Áverkar þolandans reyndust minniháttar en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Innlent 29.11.2022 06:26 Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. Innlent 28.11.2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Innlent 28.11.2022 15:55 Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Innlent 28.11.2022 13:45 Óvarkárt orðalag um afbrot ýtir undir fordóma „Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum. Innlent 27.11.2022 21:14 Neitaði að yfirgefa lögreglustöð þrátt fyrir að vera laus úr haldi Ofurölvi einstaklingur sem fluttur var á lögreglustöð í nótt neitaði að fara heim þrátt fyrir að vera laus úr haldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 27.11.2022 17:48 „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. Innlent 27.11.2022 13:32 Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23 Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Innlent 26.11.2022 18:20 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28 Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri. Innlent 26.11.2022 14:26 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27 Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. Innlent 26.11.2022 02:05 Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00 Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05 346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi. Innlent 25.11.2022 12:51 Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00 Tvær líkamsárásir í höfuðborginni Gærkvöldið og nóttin voru með rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit yfir verkefni næturinnar. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir þar sem gerendur voru handteknir í báðum tilvikum og annað fórnarlambið mögulega nefbrotið. Innlent 25.11.2022 06:02 Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 24.11.2022 21:55 Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. Innlent 24.11.2022 17:42 Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. Innlent 24.11.2022 12:57 Lokuðu Ægisgötu vegna grjóts sem hlóðst upp á veginn Lögregla á Suðurnesjum ákvað að loka umferð á Ægisgötu í Reykjanesbæ af öryggisástæðum í gærkvöldi. Þetta var gert vegna mikils ágangs sjávar, hárri sjávarstöðu og áhlaðanda. Innlent 24.11.2022 12:48 Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15 Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20 Nýr veruleiki tekinn við Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Innlent 24.11.2022 00:03 Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53 Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. Innlent 23.11.2022 19:41 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 279 ›
Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Innlent 29.11.2022 10:14
Lögregla kölluð til vegna grunsamlegs pakka í Hlíðahverfi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 111 um klukkan 22 í gærkvöldi. Áverkar þolandans reyndust minniháttar en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Innlent 29.11.2022 06:26
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. Innlent 28.11.2022 20:09
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. Innlent 28.11.2022 18:27
Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. Innlent 28.11.2022 15:55
Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Innlent 28.11.2022 13:45
Óvarkárt orðalag um afbrot ýtir undir fordóma „Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum. Innlent 27.11.2022 21:14
Neitaði að yfirgefa lögreglustöð þrátt fyrir að vera laus úr haldi Ofurölvi einstaklingur sem fluttur var á lögreglustöð í nótt neitaði að fara heim þrátt fyrir að vera laus úr haldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 27.11.2022 17:48
„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. Innlent 27.11.2022 13:32
Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar. Innlent 27.11.2022 07:23
Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Innlent 26.11.2022 18:20
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Innlent 26.11.2022 16:28
Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri. Innlent 26.11.2022 14:26
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Innlent 26.11.2022 12:10
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Innlent 26.11.2022 07:27
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. Innlent 26.11.2022 02:05
Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld. Innlent 25.11.2022 22:00
Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Innlent 25.11.2022 21:05
346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi. Innlent 25.11.2022 12:51
Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Innlent 25.11.2022 12:00
Tvær líkamsárásir í höfuðborginni Gærkvöldið og nóttin voru með rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit yfir verkefni næturinnar. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir þar sem gerendur voru handteknir í báðum tilvikum og annað fórnarlambið mögulega nefbrotið. Innlent 25.11.2022 06:02
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 24.11.2022 21:55
Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. Innlent 24.11.2022 17:42
Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. Innlent 24.11.2022 12:57
Lokuðu Ægisgötu vegna grjóts sem hlóðst upp á veginn Lögregla á Suðurnesjum ákvað að loka umferð á Ægisgötu í Reykjanesbæ af öryggisástæðum í gærkvöldi. Þetta var gert vegna mikils ágangs sjávar, hárri sjávarstöðu og áhlaðanda. Innlent 24.11.2022 12:48
Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15
Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20
Nýr veruleiki tekinn við Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Innlent 24.11.2022 00:03
Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53
Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. Innlent 23.11.2022 19:41