Pólitískar ákvarðanir ógni öryggi lögreglufólks og réttaröryggi í landinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 19:41 Jóhann Páll Jóhannsson og Kristrún Frostadóttir þingmenn Samfylkingarinnar vöktu athygli á alvarlegri stöðu löggæslu- og fangelsismála á Alþingi Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu dómsmálaráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þau segja stöðu löggæslu- og fangelsismála alvarlega og kalla eftir því að stjórnmálamenn taki afgerandi afstöðu með lögreglu. „Peningar eru ekki til fyrir stunguvestum fangavarða og að öðru óbreyttu fækkar um 50 rými í fangelsiskerfinu af 170 um áramótin á sama tíma og 320 einstaklingar bíða nú eftir að hefja afplánun. Lögreglunni mætir nú 2% aðhaldskrafa, tvöföldun frá fyrra ári. Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar, síendurtekin yfir áratug [...] Þessar pólitísku ákvarðanir ógna nú öryggi lögreglufólks vegna undirmönnunar og ógna réttaröryggi í landinu,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að nú slái ríkisstjórnin um sig með 65 milljónum króna sem eigi að fara í fjölga nemendum lögreglunámi á háskólastigi. Um leið sé ráðist í aðhald sem kalli á uppsagnir innan lögreglunnar. Það sé enn eitt dæmi um skort á heildarsýn. Engin heildræn stefna sé í aðhaldi eða uppbyggingu sem skili sér einungis í stórkostlegum kostnaði og veikum innviðum. Stjórnmálamenn þurfi að standa með lögreglunni Jóhann Páll tók undir og sagði að stjórnmálamenn þyrftu að standa með lögreglunni, rétt eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Standa eigi með fangelsunum og réttarvörslukerfinu í heild sinni. Það verði ekki gert með því að fjársvelta lögregluna og fangelsi landsins. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar afbrotamenn ganga lausir af því að fangelsin geta ekki tekið við þeim vegna vanfjármögnunar? Og hvers konar stríð gegn glæpum er það þegar menntuðum lögreglumönnum fækkar og fækkar og þegar Ísland lendir í botnsæti í samanburði milli landa eftir fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu?“ Hann skaut föstum skotum á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sem á dögunum boðaði stríð gegn skipulegri glæpastarfsemi. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar öryggi fangavarða er ekki tryggt og þegar aðbúnaði í fangelsum er stórkostlega ábótavant eins og Fangelsismálastofnun hefur farið yfir, og þegar fangelsiskerfið er of vanbúið til að geta veitt fólki alvöru tækifæri til betrunar? Virðulegi forseti, þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari þegar við lítum á staðreyndirnar fyrir framan okkur,“ sagði Jóhann Páll. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Peningar eru ekki til fyrir stunguvestum fangavarða og að öðru óbreyttu fækkar um 50 rými í fangelsiskerfinu af 170 um áramótin á sama tíma og 320 einstaklingar bíða nú eftir að hefja afplánun. Lögreglunni mætir nú 2% aðhaldskrafa, tvöföldun frá fyrra ári. Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar, síendurtekin yfir áratug [...] Þessar pólitísku ákvarðanir ógna nú öryggi lögreglufólks vegna undirmönnunar og ógna réttaröryggi í landinu,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að nú slái ríkisstjórnin um sig með 65 milljónum króna sem eigi að fara í fjölga nemendum lögreglunámi á háskólastigi. Um leið sé ráðist í aðhald sem kalli á uppsagnir innan lögreglunnar. Það sé enn eitt dæmi um skort á heildarsýn. Engin heildræn stefna sé í aðhaldi eða uppbyggingu sem skili sér einungis í stórkostlegum kostnaði og veikum innviðum. Stjórnmálamenn þurfi að standa með lögreglunni Jóhann Páll tók undir og sagði að stjórnmálamenn þyrftu að standa með lögreglunni, rétt eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Standa eigi með fangelsunum og réttarvörslukerfinu í heild sinni. Það verði ekki gert með því að fjársvelta lögregluna og fangelsi landsins. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar afbrotamenn ganga lausir af því að fangelsin geta ekki tekið við þeim vegna vanfjármögnunar? Og hvers konar stríð gegn glæpum er það þegar menntuðum lögreglumönnum fækkar og fækkar og þegar Ísland lendir í botnsæti í samanburði milli landa eftir fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu?“ Hann skaut föstum skotum á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sem á dögunum boðaði stríð gegn skipulegri glæpastarfsemi. „Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar öryggi fangavarða er ekki tryggt og þegar aðbúnaði í fangelsum er stórkostlega ábótavant eins og Fangelsismálastofnun hefur farið yfir, og þegar fangelsiskerfið er of vanbúið til að geta veitt fólki alvöru tækifæri til betrunar? Virðulegi forseti, þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari þegar við lítum á staðreyndirnar fyrir framan okkur,“ sagði Jóhann Páll.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17 Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47
Héraðssaksóknari rannsakar myndbandslekann „Þetta mál verður skoðað, það eru alveg hreinar línur,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Grunur leikur á að myndböndum af hnífaárásinni á Bankastræti Club á síðustu viku, hafi verið lekið úr gagnagrunni lögreglunnar. Í myndbandinu sést á tölvuskjá í tákn skráningakerfis lögreglunnar, Löke. 23. nóvember 2022 17:17
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59