Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Snorri Másson skrifar 25. nóvember 2022 12:00 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira