Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:45 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðaeigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða. Vísir/hjalti Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum. Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna. Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Því var slegið upp í Morgunblaðinu í morgun að fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða hefðu verið fjarverandi á fundi mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Skemmtistaðafulltrúar voru boðaðir á fundinn til að taka þátt í umræðu um ofbeldi í almannarými. Algjör hvirfilbylur Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, skemmtistaðareigandi og stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða, segir einfalda ástæðu fyrir fjarveru samtakanna á fundinum. Fundarboð í tölvupósti hafi farið fram hjá stjórninni. „Svo var eftirfylgnin ekki slík að við höfum vitað af honum hreinlega. Þannig að við höfum þegar farið fram á endurupptöku þessa fundar. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að mæta ekki þegar kallið kemur. Það má við þetta bæta að það var heldur ekki kallað eftir Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri á þennan fund. Það hafði víst staðið til að þau yrðu þarna líka,“ segir Geoffrey. Nýðliðin helgi hafi vissulega verið róleg. Laugardagskvöldið þó öllu líflegra en föstudagskvöldið. „Síðustu tvær vikur hafa náttúrulega verið algjör hvirfilbylur fyrir alla veitingamenn í miðborginni og það er aðeins byrjað að birta til núna. Og samtalið heldur bara áfram,“ segir Geoffrey. Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Stóraukinn viðbúnaður var í miðbænum um helgina vegna árásarinnar á Bankastræti club fyrir rúmri viku. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aukinn viðbúnað verða áfram og fram yfir næstu helgi. Inntur eftir því hvort eitthvað hafi komið upp sem tengist mögulega árásinni nefnir hann grímuklæddan mann sem vann skemmdarverk á bílum aðfaranótt laugardags, sem færður var í fangageymslu. Þá var tilkynnt um rán sama kvöld og þar hafi meintir gerendur haft tengsl við annan hópinn sem tengist árásinni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni. Gæsluvarðhald yfir fjórum af sex sem eru í varðhaldi vegna málsins rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir umræddum fjórum á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglumál Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Veitingastaðir Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent