
Jarðhiti

Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina
„Framkvæmum fyrir framtíðina“ er yfirskrift ársfundar Samorku sem fram fer í Hörpu milli 13:30 og 16:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Jarðhiti jafnar leikinn
Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar.

Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum
Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun kynna nýtt jarðhitaátak stjórnvalda sem sagt er það stærsta sem stjórnvöld hafi skipulagt á þessari öld, á fundi sem hefst klukkan 13.

Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun.

Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar
Undirbúningur gengur vel við Rockville borholuna á Reykjanesi og standa vonir til að hún verði tilbúin til notkunar í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun.

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur ráðið Dr. Bjarna Pálsson í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma. Bjarni var áður forstöðumaður Þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun.

Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi
Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu.

Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar
Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Óvenjuleg aukin virkni við Geysi
Óvenjuleg aukning á hveravirkni hefur orðið á Geysissvæðinu í Haukadag síðan á laugardag. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar sem gætu útskýrt þessa virkni.

Orkan á Vestfjörðum
Síðustu ár hafa verið góð fyrir vestfirskt samfélag en uppbygging í tengslum við fiskeldi, vöxtur Kerecis og fjölgun ferðamanna hafa stóraukið verðmætasköpun í fjórðungnum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi vexti og fjárfestingu hjá Kerecis, Kalkþörungafélaginu, fiskeldinu og í sjávarútvegi.

Forgangsorkan verður ekki skert
Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár
Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug.

Sjálfbærni er góður „business“ hjá Orkuveitunni
Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi.

Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita
Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti.

Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna
Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða.

Öflugar gufusprengingar hafi orðið í Hveradölum
Öflugar gufusprengingar hafa orðið í einum hvernum við skíðaskálann í Hveradölum á Hellisheiði í sumar sem hefur kastað leir og drullu upp í hlíðina fyrir ofan.

Mengum minna
Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru.

Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum
Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar.

Aukin bjartsýni vegna hitaveituholunnar á Ísafirði
Aukinnar bjartsýni gætir hjá forsvarsmönnum Orkubús Vestfjarða varðandi nýtingu jarðhita til upphitunar húsa á Ísafirði. Jarðhitaleit í Tungudal miðar ágætlega og hefur borholan nú verið dýpkuð niður á 762 metra dýpi.

Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla
Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings.

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rannsóknar- og nýtingarrétt í Krýsuvík
Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið
Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum.

Kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands
Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku, var í dag kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í Hörpu.

Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð
Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna.

Fundu loks heitt vatn í Tungudal
Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni.

Þetta snýst um orkuna
Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best.

„Þetta er bara strangheiðarleg jarðskjálftahrina“
Skjálftavirkni á Hengilssvæðinu er ekkert annað en strangheiðarleg jarðskjálftahrina, sem stafar sennilega af niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjum, að sögn sérfræðings. Fólk fylgist vel með vef Veðurstofunnar og því hafa vaknað spurningar um virknina.

Breytingar í borholum á Reykjanesi
Starfsfólk HS orku í Svartsengi var í morgun sent heim vegna breytinga í borholum.

Ætlar að virkja meira
Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur.