Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun