Samgöngur

Fréttamynd

Kvörtunum í tengslum við flug­ferðir rignir inn

Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.

Neytendur
Fréttamynd

Sam­­­skipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri

Reykja­víkur­borg hefur fallist á að fresta á­formum sínum um út­hlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerja­firði á meðan starfs­hópur inn­viða­ráðu­neytis skoðar á­hrif hennar á flug­öryggi. Odd­viti Fram­sóknar­flokksins í borginni segir vont að málið fresti upp­byggingu á fé­lags­legu hús­næði.

Innlent
Fréttamynd

Play fagnar ári í há­loftunum

Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mann­ekla veldur ó­fremdar­á­standi um allan heim

Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Air­port Direct segir hegðun bílstjórans ó­á­sættan­lega

Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngur við sunnan­verða Vest­firði séu tifandi tíma­sprengja

Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Al­gjör­lega ó­boð­legt að leggja líf fólks í hættu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi.

Innlent
Fréttamynd

Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni

Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði

Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er fúlt“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair segir að það sé óneitanlega fúlt að hafa þurft að fella niður ferðir félagsins til London út mánuðinn. Hann vonast til þess að lausnir sem félagið hefur borið á borð breskra yfirvalda dugi til að leysa málið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi vandræði í Reykjavík

Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til.

Skoðun
Fréttamynd

Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra

Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn

Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu ekki hug­mynd um Strætó á Kefla­víkur­flug­velli

Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu.

Lífið