Segja ríki og borg spila með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 23:07 Oddvitarnir telja aukna byggð í Skerjafirði ógna öryggi landsbyggðarinnar. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. „Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
„Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
[Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.
Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira