Samgöngur Hellisheiði lokuð til austurs í dag Hellisheiði verður lokuð til austurs í dag og verður hjáleið um Þrengsli. Er það gert vegna malbikunarframkvæmda. Innlent 18.6.2020 10:09 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Innlent 17.6.2020 08:07 Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Innlent 16.6.2020 22:43 Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Innlent 16.6.2020 20:39 Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Innlent 16.6.2020 13:06 Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. Innlent 15.6.2020 23:56 Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanvegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaðist. Innlent 13.6.2020 16:01 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Innlent 12.6.2020 23:02 Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Innlent 12.6.2020 20:55 Bjóða gjaldfrjálsar ferðir út í Hrísey út mánuðinn Akureyrarstofa hefur samþykkt að veita allt að tveimur milljónum króna í styrk til Ferðamálafélags Hríseyjar til að gera því kleift að fella niður fargjöld í ferjuna í samstarfi við rekstraraðila hennar. Innlent 12.6.2020 12:32 Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Innlent 12.6.2020 09:52 Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. Innlent 10.6.2020 18:00 Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Innlent 10.6.2020 13:44 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Innlent 9.6.2020 23:24 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. Innlent 9.6.2020 21:28 Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. Innlent 8.6.2020 23:06 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Innlent 8.6.2020 20:53 Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Innlent 8.6.2020 07:38 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. Innlent 7.6.2020 08:25 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Innlent 6.6.2020 13:32 Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Innlent 6.6.2020 12:46 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Innlent 5.6.2020 17:39 Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Innlent 4.6.2020 20:20 Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Innlent 3.6.2020 22:08 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Innlent 2.6.2020 20:30 Sýna hversu langt er í næsta strætó Kveikt var á svokölluðum rauntímaupplýsingastrætóskýlum í dag Innlent 29.5.2020 14:23 „Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Innlent 27.5.2020 21:13 Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Íslandsbanki mun láta starfsfólk sitt vinna heima hjá sér einn dag í viku. Viðskipti innlent 27.5.2020 13:33 Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Innlent 25.5.2020 20:00 Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Innlent 22.5.2020 10:59 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 100 ›
Hellisheiði lokuð til austurs í dag Hellisheiði verður lokuð til austurs í dag og verður hjáleið um Þrengsli. Er það gert vegna malbikunarframkvæmda. Innlent 18.6.2020 10:09
Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Innlent 17.6.2020 08:07
Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. Innlent 16.6.2020 22:43
Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Innlent 16.6.2020 20:39
Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Innlent 16.6.2020 13:06
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. Innlent 15.6.2020 23:56
Vegagerðin búin að opna fyrstu hálendisleiðir Fyrstu hálendisvegirnir hafa nú verið opnaðir umferð. Leiðirnir um Kaldadal og inn á Arnarvatnsheiði sunnanvegin opnuðust í gær og stutt er síðan Kjölur opnaðist. Innlent 13.6.2020 16:01
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. Innlent 12.6.2020 23:02
Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Innlent 12.6.2020 20:55
Bjóða gjaldfrjálsar ferðir út í Hrísey út mánuðinn Akureyrarstofa hefur samþykkt að veita allt að tveimur milljónum króna í styrk til Ferðamálafélags Hríseyjar til að gera því kleift að fella niður fargjöld í ferjuna í samstarfi við rekstraraðila hennar. Innlent 12.6.2020 12:32
Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Innlent 12.6.2020 09:52
Rafræn ökuskírteini væntanleg í lok júní Íslendingar munu geta haft ökuskírteini sín á rafrænu formi í símanum sínum í lok júní ef allt gengur upp. Innlent 10.6.2020 18:00
Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Innlent 10.6.2020 13:44
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. Innlent 9.6.2020 23:24
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. Innlent 9.6.2020 21:28
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. Innlent 8.6.2020 23:06
Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. Innlent 8.6.2020 20:53
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Innlent 8.6.2020 07:38
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. Innlent 7.6.2020 08:25
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Innlent 6.6.2020 13:32
Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Innlent 6.6.2020 12:46
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Innlent 5.6.2020 17:39
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Innlent 4.6.2020 20:20
Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu. Innlent 3.6.2020 22:08
Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Innlent 2.6.2020 20:30
Sýna hversu langt er í næsta strætó Kveikt var á svokölluðum rauntímaupplýsingastrætóskýlum í dag Innlent 29.5.2020 14:23
„Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána. Innlent 27.5.2020 21:13
Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks Íslandsbanki mun láta starfsfólk sitt vinna heima hjá sér einn dag í viku. Viðskipti innlent 27.5.2020 13:33
Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Innlent 25.5.2020 20:00
Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Innlent 22.5.2020 10:59
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti