Reykjavíkurkjördæmi suður

Fréttamynd

Með­limur upp­stillinga­nefndar Sam­fylkingarinnar telur próf­kjör betri leið

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hefur setið tvisvar í uppstillinganefnd telur prófkjör bestu leiðina til þess að velja fólk á framboðslista. Hann segir fyndið að talsfólk uppstillingar segi prófkjör ala á sundrung og illindum. Hún segist þó ánægð með niðurstöðu uppstillinganefndar og segir störf nefndarinnar hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Greiða atkvæði um lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík á laugar­dag

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn stillir upp á lista

Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Róbert liggur undir feldi

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, íhugar nú að bjóða sig fram í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi þekktra vill á fram­boðs­lista Sam­fylkingarinnar

Samfylkingin í Reykjavík sendi í dag frá sér lista af fólki sem býður sig fram til uppstillingar á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Listinn er ekki endanlegur framboðslisti heldur gafst flokksmönnum tækifæri til að stinga upp á fólki sem gæti prýtt framboðslista samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Innlent