Reykjavíkurkjördæmi norður

Fréttamynd

Steinunn Þóra gefur ekki kost á sér

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir því að taka sæti á lista hreyfingarinnar yfir komandi Alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi vill fara fram fyrir Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hall­dóra vill vera á­fram á þingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Þor­björg ætlar sér fyrsta sætið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki lengur þing­maður

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 

Innlent
Fréttamynd

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert at­huga­vert við talningu í Suð­vestur­kjör­dæmi

Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Hrylli­leg rússí­bana­reið“

„Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru góðir níu tímar“

Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Innlent
Fréttamynd

„Já, fínt“

Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar 2021: Tölur úr Reykja­vík norður

Hér verða birtar tölur úr Reykjavík norður um leið og þær berast. Einnig verður hægt að fylgjast með hverjir eru inni og úti af þingi hverju sinni, hvaða jöfnunarþingmenn eru inni og næstu mönnum inn á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Á leið inn í jákvæða landið!

Það eru ánægjuleg tíðindi að flokkurinn minn, Flokkur fólksins, virðist vera að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum og njóta aukinnar athygli kjósenda. Reyndar hefur flokkurinn alltaf farið miklu betur út úr kosningum en kannanir gefa til kynna og ég á ekki von á að þar verði breyting á.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er ég í Sjálf­stæðis­flokknum?

Miðaldra kona í úthverfi sem hjólar í vinnuna, drekkur kombucha, reynir að halda kjötneyslu og plastnotkun í lágmarki, hefur efasemdir um laxeldi í sjó og telur sig vera feminista getur ekki átt neina samleið með Sjálfstæðisflokknum, er það?

Skoðun