Iceland Airwaves

Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Feðgin á flakki

Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Upp­lifun há­tíðarinnar felst í því að ramba á nýja tón­list

"Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwa­ves: Skemmti­legast að upp­götva nýja tón­listar­menn

Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Jakob Segulmagnaði í rafmögnuðu ryki

Þegar Jakob Frímann var Jack Magnet í upphafi níunda áratugarins leitaði hann að hinum tæra bossanova-tóni í Brasilíu en fann hinn elektróníska frumtón sem síðar ómaði á tímamótaplötu sem fær uppreist æru á Airvawes í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Of Monsters and Men á Airwaves

Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Mac DeMarco snýr aftur á Airwaves

Hundruð hljómsveita frá öllum heimshornum koma fram á Iceland Airwaves í ár. Meðal stærstu stjarnanna er kanadíski tónlistarmaðurinn Mac DeMarco. Early Bird miðar eru nú til sölu í takmarkaðan tíma.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Dagbók Bents: Getur verið að Norðmenn séu minna töff en ég hélt?

Diskó friskó, diskó friskó - Ég er í afmælisveislu að öskursyngja með hinum gestunum. Svona eins og Bretar djamma. Við syngjum öll illa. Í upphafi kvölds er gott að setja baseline-ið svona ógeðslega neðarlega, hafa söng viðmiðin lág, þannig mun maður almennilega kunna að meta þessa stórkostlegu söngvara sem eru að spila á hátíðinni á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Náttúran heillaði mig

Matthew Moore frá Kanada er að hlýja sér og sýpur á heitu tei þegar að blaðamann ber að garði. Matthew er skiptinemi við Háskóla Íslands í eina önn en þetta er í fjórða skiptið sem hann fer á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: „Besta kvöld lífs míns“

Maren og Mitchell voru bæði enn að jafna sig eftir að hafa séð Eivöru í annað skiptið á hátíðinni. Maren er upprunalega frá Alaska en býr nú í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum en Mitchell er frá Chicago. Þetta er fyrsta Iceland Airwaves hátíð þeirra beggja.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Airwaves er líka fyrir börn

Í Norræna húsinu verður haldið off-venue fjölskyldufjör í dag. Börn og ungmenni fá að prófa að spila á hljóðfæri, spila á sviði með reyndu tónlistarfólki og dansa reif.

Lífið