Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Dýrustu kosningar sögunnar

Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. 

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt klúðrið skekur Flórída

Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst.

Erlent
Fréttamynd

Kerry stendur betur í lykilríkjum

John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega.

Erlent
Fréttamynd

58 þúsund atkvæði týnd?

Fimmtíu og átta þúsund utankjörfundartkvæða í Flórída er saknað. Af 60 þúsund greiddum atkvæðum hafa aðeins tvö þúsund skilað sér og segja yfirmenn póstsins í Flórída að það sé hreinlega útilokað að heil 58 þúsund atkvæði hafi týnst og því virðist sem eitthvað gruggugt sé á seyði.

Erlent
Fréttamynd

Draga misjafnan lærdóm af sögunni

George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry vitnuðu til starfa fyrrverandi forseta úr röðum demókrata og komust að sömu niðurstöðu, að andstæðingur sinn stæðist engan veginn samanburð við þá.

Erlent
Fréttamynd

Heimasíðan bara fyrir Bandaríkin

Það þýðir lítið fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál utan Bandaríkjanna að reyna að sækja sér upplýsingar um George W. Bush Bandaríkjaforseta á heimasíðu hans. Heimasíðunni var á dögunum lokað fyrir allri umferð frá löndum utan Bandaríkjanna að því er virðist til að minnka álag á hana.

Erlent
Fréttamynd

Kjörmennirnir í kjöraðstöðu

Bandaríkjamenn kjósa á þriðjudaginn 538 kjörmenn sem síðan ákveða hvor sest að í Hvíta húsinu, Bush eða Kerry. Kjörmannakerfið hefur í för með sér að ekki er sjálfgefið að sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær verður forseti.

Erlent
Fréttamynd

Engin leið að spá um úrslitin

Úrslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum ráðast að líkindum í nokkrum lykilríkjum og þar er tvísýnan ennþá meiri en annars staðar. Í tveimur þeirra ríkja sem að líkindum munu ráða miklu um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er engin leið að sjá hvorum vegnar betur.

Erlent
Fréttamynd

Betra ef Bush ynni

Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn.

Erlent
Fréttamynd

Málefnafátækt hjá Bush og Kerry

Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn.

Erlent
Fréttamynd

Kerry kvartar og kveinar

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini.

Erlent
Fréttamynd

Ekki kjósa Bush frænda

Sjö fjarskyldir ættingjar George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa opnað vefsíðu þar sem kjósendur eru beðnir um að kjósa ekki frænda þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Blá föt og rautt bindi

Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á öndverðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökkblá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi.

Erlent
Fréttamynd

Clinton skammaði repúblikana

Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjósendur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabaráttunni eftir langa sjúkralegu.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Kerry breyta engu

Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Bush enn með 2% forskot

Bush Bandaríkjaforseti hefur áfram um tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnum Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Hvorugur frambjóðendinn nær þó helmings fylgi; Bush er með fjörutíu og átta prósent og Kerry með fjörutíu og sex.

Erlent
Fréttamynd

Fær stuðning Washington Post

Hið áhrifaríka dagblað, Washington Post, hefur lýst yfir stuðningi á demókratanum John Kerry í framboði hans til forseta Bandaríkjanna

Erlent
Fréttamynd

Bush með 2% forskot

George Bush er með tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Bush mælist með forskot hjá Reuters og Zogby en hann nýtur fylgis 47 prósenta aðspurðra og Kerry 45 prósenta.

Erlent
Fréttamynd

Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur

John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við.

Erlent
Fréttamynd

Þvers og kruss í félagsmálum

Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála.

Erlent
Fréttamynd

Enginn mælanlegur munur

Enginn mælanlegur munur er á fylgi George Bush og Johns Kerrys samkvæmt nýjustu könnunum. Frambjóðendurnir endasendast nú landshluta á milli í von um að heilla óákveðna kjósendur.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn eiga samúð mína

"Bandaríkjamenn eiga alla mína samúð að hafa kosið yfir sig þennan Bush," segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, er hún er spurð um afstöðu sína til bandaríkjaforseta og forsetakosninganna sem framundan eru í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Bush stendur höllum fæti

Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fæti í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, þó að fylgi þeirra Kerrys sé því sem næst jafnt á landsvísu. Þetta er mat sérfræðings AP-fréttastofunnar.

Erlent
Fréttamynd

Kerry með nær helmings fylgi

John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka.

Erlent
Fréttamynd

Bush í vondum málum

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum.

Erlent
Fréttamynd

Clinton til í slaginn

Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry.

Erlent
Fréttamynd

Kjósendur svartsýnir á efnahaginn

Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Utankjörfundarkosning byrjar illa

Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Kerry hnífjafnir

Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun <em>New York Times</em> og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor.

Erlent
Fréttamynd

Mary Poppins á kjörskrá

Fulltrúum kjörstjórnar í Ohio í Bandaríkjunum fór að gruna að ekki væri allt með felldu varðandi skráningu kjósenda fyrir forsetakosningar þegar nöfn kjósenda á borð við Mary Poppins, Michael Jordan og George Forman bættust á lista kjörgengra í fylkinu.

Erlent