Kerry stendur betur í lykilríkjum 28. október 2004 00:01 John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira