Fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Innlent 23.9.2025 08:36 Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Reykjavíkurborg um frekari svör varðandi fundargerð sem var tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt, með breyttri umsögn skipulagsfulltrúa. Innlent 23.9.2025 07:55 Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Fyrrverandi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte hefur nú verið formlega ákærður fyrir glæpi gegn mannskyninu, en hann er nú varðhaldi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Erlent 23.9.2025 07:54 Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Hong Kong og skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað vegna ofurfellibylsins Ragasa sem er á leiðinni í átt að eyjunni. Erlent 23.9.2025 07:47 „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Erlent 23.9.2025 07:34 Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vindáttin verður lengst af suðlæg og strekkings vindur inn á milli í dag og næstu daga. Veður 23.9.2025 07:05 Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03 Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast. Innlent 23.9.2025 07:01 Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem sex grímuklæddir menn eru sagðir hafa ráðist á einn með höggum og spörkum. Innlent 23.9.2025 06:24 Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00 Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04 Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Innlent 22.9.2025 23:02 Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á mánudagskvöld er fundinn. Innlent 22.9.2025 22:04 Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. Innlent 22.9.2025 21:55 Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. Erlent 22.9.2025 21:25 Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57 Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. Erlent 22.9.2025 19:47 Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Innlent 22.9.2025 19:00 Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Tæplega sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem flutt var með fraktskipi til Þorlákshafnar í sumar. Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru sex manns handteknir í tengslum við það í júlí. Innlent 22.9.2025 18:09 Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02 Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu. Innlent 22.9.2025 17:55 Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. Erlent 22.9.2025 17:04 Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. Erlent 22.9.2025 16:23 Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti. Hann seldi fíkniefni fyrir fimmtán milljónir á hálfu ári. Innlent 22.9.2025 16:15 Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02 Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil. Innlent 22.9.2025 14:49 Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22.9.2025 14:41 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Innlent 22.9.2025 14:29 Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða. Innlent 22.9.2025 14:02 Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Innlent 22.9.2025 13:23 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi. Innlent 23.9.2025 08:36
Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Reykjavíkurborg um frekari svör varðandi fundargerð sem var tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt, með breyttri umsögn skipulagsfulltrúa. Innlent 23.9.2025 07:55
Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Fyrrverandi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte hefur nú verið formlega ákærður fyrir glæpi gegn mannskyninu, en hann er nú varðhaldi hjá Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Erlent 23.9.2025 07:54
Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Hong Kong og skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað vegna ofurfellibylsins Ragasa sem er á leiðinni í átt að eyjunni. Erlent 23.9.2025 07:47
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Erlent 23.9.2025 07:34
Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vindáttin verður lengst af suðlæg og strekkings vindur inn á milli í dag og næstu daga. Veður 23.9.2025 07:05
Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03
Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast. Innlent 23.9.2025 07:01
Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem sex grímuklæddir menn eru sagðir hafa ráðist á einn með höggum og spörkum. Innlent 23.9.2025 06:24
Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00
Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. Erlent 22.9.2025 23:04
Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Innlent 22.9.2025 23:02
Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á mánudagskvöld er fundinn. Innlent 22.9.2025 22:04
Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. Innlent 22.9.2025 21:55
Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. Erlent 22.9.2025 21:25
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Erlent 22.9.2025 19:57
Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. Erlent 22.9.2025 19:47
Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Innlent 22.9.2025 19:00
Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Tæplega sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem flutt var með fraktskipi til Þorlákshafnar í sumar. Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru sex manns handteknir í tengslum við það í júlí. Innlent 22.9.2025 18:09
Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02
Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu. Innlent 22.9.2025 17:55
Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. Erlent 22.9.2025 17:04
Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. Erlent 22.9.2025 16:23
Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti. Hann seldi fíkniefni fyrir fimmtán milljónir á hálfu ári. Innlent 22.9.2025 16:15
Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Innlent 22.9.2025 16:02
Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil. Innlent 22.9.2025 14:49
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22.9.2025 14:41
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. Innlent 22.9.2025 14:29
Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða. Innlent 22.9.2025 14:02
Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Innlent 22.9.2025 13:23