Fréttir Clifford handtekinn Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. Erlent 10.7.2024 17:50 Draga ákærur á hendur Towley til baka Lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dregið til baka ákæru á hendur írsku konunni Tori Towley, sem var ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í síðasta mánuði. Erlent 10.7.2024 17:27 Þyrla kölluð út vegna bílslyss á Holtavörðuheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna áreksturs á Holtavörðuheiði og er hún á leið á vettvang. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í báðar áttir á meðan aðgerðir standa yfir. Innlent 10.7.2024 16:47 Talinn hafa myrt fjölskyldu íþróttafréttamanns BBC Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins. Erlent 10.7.2024 16:47 Umfangsmikill aðstoðarpakki á leiðinni Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir. Innlent 10.7.2024 15:40 Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. Innlent 10.7.2024 15:35 Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. Innlent 10.7.2024 15:11 Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Innlent 10.7.2024 15:00 Hjólar í Ísland vegna veikindaréttar atvinnulausra Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að vísa máli sem varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum vegna tímabundinnar dvalar bótaþega í öðru EES-ríki til EFTA-dómstólsins. Stofnunin telur Ísland brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að fella niður bætur þegar fólk fer úr landi til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Innlent 10.7.2024 14:56 Vegabræði í Breiðholti endaði með árás Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega. Innlent 10.7.2024 13:59 Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. Innlent 10.7.2024 13:40 Davíð fær engin svör í bráð frá Golfklúbbi Sandgerðis Lárus Óskarsson, formaður Golfklúbbs Sandgerðis, segist hættur við að gefa út yfirlýsingu vegna máls Davíðs Jónssonar og fjölskyldu. Innlent 10.7.2024 13:37 Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Innlent 10.7.2024 13:30 Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 10.7.2024 13:02 Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. Innlent 10.7.2024 12:58 Ísraelsher hvetur íbúa Gasa-borgar til að yfirgefa borgina Ísraelsher hefur hvatt alla íbúa í Gasa-borg til að yfirgefa borgina þar sem hún sé nú hættulegt átakasvæði. Tvær flóttaleiðir eru merktar á kortum sem var dreift úr flugvél, sem liggja að tjaldbúðum í Deir al-Balah og al-Zawaida. Erlent 10.7.2024 12:52 Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. Erlent 10.7.2024 12:32 Rúmlega tuttugu þúsund færri ferðamenn í júní Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Innlent 10.7.2024 12:20 „Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Innlent 10.7.2024 11:55 Lán að losna, leiðtogafundur og Kótelettan á Selfossi Í hádegisfréttum fjöllum við um lánamál almennings en sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að flestir lántakendur geri engar breytingar þegar vextir á lánum þeirra losna. Innlent 10.7.2024 11:40 Skvetti þvagi á fangaverði og maki saur á veggi Mohamed Kourani hefur gert fangavörðum á Litla-Hrauni lífið leitt síðan hann var færður þangað úr fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Innlent 10.7.2024 11:13 Lögregla leitar manns með lásboga eftir dauða þriggja kvenna Lögregluyfirvöld í Hertfordshire á Englandi leita nú manns sem þau segja mögulega vopnaðan lásboga. Hafa þau varað fólk við því að nálgast mannninn ef hann verður á vegi þeirra. Erlent 10.7.2024 11:12 Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Erlent 10.7.2024 10:44 Óréttlæti sem verði að leiðrétta „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Innlent 10.7.2024 09:03 Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Erlent 10.7.2024 08:38 Allir austur, allir austur! Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða. Innlent 10.7.2024 08:36 Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Erlent 10.7.2024 07:49 Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Erlent 10.7.2024 07:12 Að minnsta kosti 25 sagðir hafa látist í árás á tjaldbúðir Að minnsta kosti 25 léstust í árásum Ísraelshers á þorpið Abassan austur af Khan Younis í gær. Líkin voru talin af blaðamanni Associated Press en samkvæmt yfirvöldum voru sjö konur og börn meðal látnu. Erlent 10.7.2024 06:37 Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Erlent 9.7.2024 23:21 « ‹ 227 228 229 230 231 232 233 234 235 … 334 ›
Clifford handtekinn Kyle Clifford, maðurinn sem leitað var í dag vegna gruns um að hafa átt þátt í dauða þriggja kvenna er fundinn. Lögreglan í Hertfordshire handtók Clifford og kom honum undir læknishendur síðdegis í dag. Erlent 10.7.2024 17:50
Draga ákærur á hendur Towley til baka Lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dregið til baka ákæru á hendur írsku konunni Tori Towley, sem var ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í síðasta mánuði. Erlent 10.7.2024 17:27
Þyrla kölluð út vegna bílslyss á Holtavörðuheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna áreksturs á Holtavörðuheiði og er hún á leið á vettvang. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í báðar áttir á meðan aðgerðir standa yfir. Innlent 10.7.2024 16:47
Talinn hafa myrt fjölskyldu íþróttafréttamanns BBC Fréttastofa BBC hefur staðfest að konurnar þrjár sem Kyle Clifford er talinn hafa drepið fyrr í dag, eru fjölskylda starfsmanns þeirra, John Hunt. Þrjár konur fundust alvarlega særðar á heimili í Ashlyn Close í Bushey í Herfordshire í Englandi í gær, og eru nú látnar. Lögregla leitar enn árásarmannsins. Erlent 10.7.2024 16:47
Umfangsmikill aðstoðarpakki á leiðinni Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir. Innlent 10.7.2024 15:40
Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. Innlent 10.7.2024 15:35
Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. Innlent 10.7.2024 15:11
Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Innlent 10.7.2024 15:00
Hjólar í Ísland vegna veikindaréttar atvinnulausra Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur ákveðið að vísa máli sem varðar skerðingu á atvinnuleysisbótum vegna tímabundinnar dvalar bótaþega í öðru EES-ríki til EFTA-dómstólsins. Stofnunin telur Ísland brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins með því að fella niður bætur þegar fólk fer úr landi til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Innlent 10.7.2024 14:56
Vegabræði í Breiðholti endaði með árás Upp úr sauð í umferðinni á Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegisleytið í gær. Annar maðurinn mundaði óþekkt barefli og sló öryggisvörð með því þegar þeir mættust á umferðareyju á Stekkjarbakka. Hann særðist þó ekki alvarlega. Innlent 10.7.2024 13:59
Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. Innlent 10.7.2024 13:40
Davíð fær engin svör í bráð frá Golfklúbbi Sandgerðis Lárus Óskarsson, formaður Golfklúbbs Sandgerðis, segist hættur við að gefa út yfirlýsingu vegna máls Davíðs Jónssonar og fjölskyldu. Innlent 10.7.2024 13:37
Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Innlent 10.7.2024 13:30
Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 10.7.2024 13:02
Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. Innlent 10.7.2024 12:58
Ísraelsher hvetur íbúa Gasa-borgar til að yfirgefa borgina Ísraelsher hefur hvatt alla íbúa í Gasa-borg til að yfirgefa borgina þar sem hún sé nú hættulegt átakasvæði. Tvær flóttaleiðir eru merktar á kortum sem var dreift úr flugvél, sem liggja að tjaldbúðum í Deir al-Balah og al-Zawaida. Erlent 10.7.2024 12:52
Íslendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum. Erlent 10.7.2024 12:32
Rúmlega tuttugu þúsund færri ferðamenn í júní Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Innlent 10.7.2024 12:20
„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Innlent 10.7.2024 11:55
Lán að losna, leiðtogafundur og Kótelettan á Selfossi Í hádegisfréttum fjöllum við um lánamál almennings en sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að flestir lántakendur geri engar breytingar þegar vextir á lánum þeirra losna. Innlent 10.7.2024 11:40
Skvetti þvagi á fangaverði og maki saur á veggi Mohamed Kourani hefur gert fangavörðum á Litla-Hrauni lífið leitt síðan hann var færður þangað úr fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Innlent 10.7.2024 11:13
Lögregla leitar manns með lásboga eftir dauða þriggja kvenna Lögregluyfirvöld í Hertfordshire á Englandi leita nú manns sem þau segja mögulega vopnaðan lásboga. Hafa þau varað fólk við því að nálgast mannninn ef hann verður á vegi þeirra. Erlent 10.7.2024 11:12
Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Erlent 10.7.2024 10:44
Óréttlæti sem verði að leiðrétta „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Innlent 10.7.2024 09:03
Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Erlent 10.7.2024 08:38
Allir austur, allir austur! Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða. Innlent 10.7.2024 08:36
Írsk kona ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í Dubai Ung írsk kona hefur verið ákærð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir tilraun til sjálfsvígs. Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita sér fyrir lausn hennar. Erlent 10.7.2024 07:49
Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Erlent 10.7.2024 07:12
Að minnsta kosti 25 sagðir hafa látist í árás á tjaldbúðir Að minnsta kosti 25 léstust í árásum Ísraelshers á þorpið Abassan austur af Khan Younis í gær. Líkin voru talin af blaðamanni Associated Press en samkvæmt yfirvöldum voru sjö konur og börn meðal látnu. Erlent 10.7.2024 06:37
Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Erlent 9.7.2024 23:21