Fréttir Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 20:56 „Fyrirvarinn var í rauninni enginn“ Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust. Innlent 28.5.2024 19:21 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. Innlent 28.5.2024 19:15 „Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Innlent 28.5.2024 19:05 Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Innlent 28.5.2024 18:11 Andlát í Bolungarvík og forsetaefni í slorinu Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 17:59 Héraðsdómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár. Innlent 28.5.2024 17:20 „Við höfum ekkert“ Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Erlent 28.5.2024 16:59 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. Innlent 28.5.2024 16:16 Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun. Innlent 28.5.2024 16:04 Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu við Þiðriksvallavatn Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var boðuð út í dag klukkan hálf eitt eftir að ferðafólk sem var á göngu inn með Þiðriksvallavatni, inn af Hólmavík, óskaði eftir aðstoð. Innlent 28.5.2024 15:45 Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38 Þriðjungur þekkir ekki neitt til Eiríks og Viktors Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 28.5.2024 15:25 Sindri Freyr er látinn Sindri Freyr Guðmundsson er látinn 26 ára gamall eftir langa baráttu við arfgenga heilablæðingu. Hann lætur eftir sig kærustuna Margréti Eyjólfsdóttur, þrjú börn auk þess sem Margrét gengur með þeirra fjórða barn. Innlent 28.5.2024 15:06 Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Innlent 28.5.2024 14:16 Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. Innlent 28.5.2024 14:16 Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Innlent 28.5.2024 14:13 Biðst afsökunar á ummælum um „faggaskap“ Frans páfi hefur beðist afsökunar vegna niðrandi orða sem hann er sagður hafa látið frá sér í umræðu um það hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum í prestaskóla. Hann segist ekki hafa viljað særa neinn. Erlent 28.5.2024 13:48 Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01 Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. Innlent 28.5.2024 11:37 Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Innlent 28.5.2024 11:30 Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10 Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. Innlent 28.5.2024 10:52 Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44 Biður kvikmyndagerðarmanninn afsökunar Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi. Innlent 28.5.2024 10:10 Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40 Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 20:56
„Fyrirvarinn var í rauninni enginn“ Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust. Innlent 28.5.2024 19:21
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. Innlent 28.5.2024 19:15
„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Innlent 28.5.2024 19:05
Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Innlent 28.5.2024 18:11
Andlát í Bolungarvík og forsetaefni í slorinu Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 17:59
Héraðsdómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár. Innlent 28.5.2024 17:20
„Við höfum ekkert“ Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Erlent 28.5.2024 16:59
Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. Innlent 28.5.2024 16:16
Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun. Innlent 28.5.2024 16:04
Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu við Þiðriksvallavatn Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var boðuð út í dag klukkan hálf eitt eftir að ferðafólk sem var á göngu inn með Þiðriksvallavatni, inn af Hólmavík, óskaði eftir aðstoð. Innlent 28.5.2024 15:45
Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38
Þriðjungur þekkir ekki neitt til Eiríks og Viktors Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 28.5.2024 15:25
Sindri Freyr er látinn Sindri Freyr Guðmundsson er látinn 26 ára gamall eftir langa baráttu við arfgenga heilablæðingu. Hann lætur eftir sig kærustuna Margréti Eyjólfsdóttur, þrjú börn auk þess sem Margrét gengur með þeirra fjórða barn. Innlent 28.5.2024 15:06
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Innlent 28.5.2024 14:16
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. Innlent 28.5.2024 14:16
Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Innlent 28.5.2024 14:13
Biðst afsökunar á ummælum um „faggaskap“ Frans páfi hefur beðist afsökunar vegna niðrandi orða sem hann er sagður hafa látið frá sér í umræðu um það hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum í prestaskóla. Hann segist ekki hafa viljað særa neinn. Erlent 28.5.2024 13:48
Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01
Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28.5.2024 12:02
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. Innlent 28.5.2024 11:37
Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Innlent 28.5.2024 11:30
Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10
Ræddu lokasprett æsispennandi kosningabaráttu Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14. Innlent 28.5.2024 10:52
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28.5.2024 10:44
Biður kvikmyndagerðarmanninn afsökunar Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur hefur beðið Bjarka Jóhannsson kvikmyndagerðarmann afsökunar á „mannlegum mistökum“ sem urðu til þess að myndefni úr hans smiðju var notað í leyfisleysi. Innlent 28.5.2024 10:10
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. Erlent 28.5.2024 09:35
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47