Fréttir

Skipar fram­kvæmda­nefnd um mál­efni Grinda­víkur

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. 

Innlent

Spell­virkinn lætur til skarar skríða á ný

Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni.

Innlent

Svan­dís boðar til blaða­manna­fundar

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent

Danir rýmka reglur um þungunar­rof

Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu.

Erlent

Rigning með köflum víðast hvar

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Veður

Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun

Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur.

Innlent

Fram­boð Viktors Traustasonar er gilt

Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans.

Innlent

Segir fólk eiga rétt til mót­mæla en ekki til ó­reiðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum.

Erlent

Útimarkaðurinn í Mosó hættir

Ákveðið hefur verið að úti­mark­aði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og framleiðend­um í ná­grenn­inu, verði hætt nú í sumar.

Innlent