Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 23:03 Átta ára dóttir Baraböru Drafnar Fischer varð fyrir jeppa en komst lífs af þökk sé hjálmsins. Samsett/Getty „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“ Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“
Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira