Jól

Simmi: Hreindýralundir og jólaís

„Ég er giftur mesta jólabarni heims," svarar Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður, kallaður Simmi, aðspurður út í jólaundirbúning á hans heimili. „Bryndís er búin að vera undirbúa jólin hægt og rólega frá því í október. Þannig að sjálfur jólaundirbúningurinn á sér langan aðdraganda." „Þetta er mjög gott fyrirkomulag því við náum að klára allt í tæka tíð og getum því notið jólastemmningarinnar í botn í desember." „Konan mín á samt allan heiðurinn að undirbúningnum. Ég veiti hjálparhönd og elda jólamatinn," segir Simmi.

Jólin

Sigga Lund: Möndlugjöfin á sínum stað

„Ég kemst ávallt snemma í jólaskap og er yfirleitt byrjuð á því að setja eina og eina jólaplötu á fóninn um miðjan nóvember þegar ég hengi upp fyrsta skrautið," segir útvarpskonan Sigg Lund þegar við spyrjum hana hvenær hún byrjaði að undirbúa jólin.

Jólin

Stollenbrauð

Stollenbrauðið þýska er fallegt og bragðast vel með smjöri og heitu súkkulaði.

Jólin

Tökum okkur góðan tíma í að finna möndluna

„Ég er nú þegar byrjuð að huga að jólunum. Búin að birgja mig upp af kertum til að hafa það kósý í skammdeginu svo það er nú þegar orðið nokkuð jólalegt á heimilinu," svarar María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona aðspurð út í undirbúning fyrir jólin. „Mér finnst líka svo gott að hafa kerti hjá mér í vinnuni yfir dimmasta tímann. Svo er ég búin að kaupa nokkrar

Jólin

Rjómalöguð sveppasúpa

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust.

Jólin

Náttúrulega klassískir

Að pakka inn jólagjöfunum er skemmtilegur lokahnykkur á jólaundirbúningnum. Pakkarnir geta verið einfaldir eða skrautlegir, aðalmálið er að leggja alúð í verkið og útkoman verður flott.

Jólin

Þurfum ljós á aðventunni

Kertagerð er göfugt og heillandi viðfangsefni. Um það er auðvelt að sannfærast þegar komið er í fyrirtækið Jöklaljós þar sem nostrað er við hvert og eitt kerti.

Jólin

Reidd á hesti til nýrra heimkynna

Þegar Freyja Fanndal Sigurðardóttir er beðin um að rifja upp bernskujól þá kemur á hana hik. Svo hverfur hún í huganum aftur í tímann, fyrst til ársins 1941 því þá urðu mikil umskipti í lífi hennar, hún flutti að Hólum í Hjaltadal til fósturforeldra.

Jólin

Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu

Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá.

Jólin

Klassískir og einfaldir pakkar

Jólapakkar vekja upp tilhlökkun og bros og er það ekki eingöngu vegna spennu yfir hvað í þeim leynist heldur líka vegna þess hve fallegir þeir geta verið á að líta. Kristín Magnúsdóttir útbjó nokkra klassíska jólapakka fyrir okkur.

Jólin

Grýla var örugglega glysgjörn

l Í rauðu húsi við Skólavörðustíginn leynist lítið gallerí þar sem Edda Herbertsdóttir útbýr fígúrur úr ull og fleiru. Má þar nefna jólasveina, engla í litríkum þjóðbúningum, karla og kerlingar. Hún notar mest íslenska kembu eða flókaull og þæfir með nálu

Jólin

Nótur fyrir píanó: Bráðum koma blessuð jólin

Jónína H. Gísladóttir tónlistarkennari gaf út bókina Bráðum koma blessuð jólin árið 1977. Þar er að finna nótur að íslenskum jólalögum fyrir píanó. Bókin hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan og er meðal annars fáanleg í Tónastöðinni í Skipholti í Reykjavík.

Jól

Laufabrauð

Að skera út laufabrauð er einn af hápunktum aðventunnar hjá mörgum fjölskyldum. Hægt er að kaupa deigið tilbúið, en vilji menn búa til það sjálfir er þessi uppskrift góð.

Jól

Jólin í fyrri daga

Nokkru fyrir jólin lét móðir mín steypa mikið af kertum. Þann dag fór hún snemma á fætur til þess að tvinna rökin. Þau voru úr ljósagarni.

Jól

Jólapappír endurnýttur

Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jólapappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu 

Jólin

Ferðamenn vilja sjá flugelda

Æ fleiri erlendir ferðamenn sækja í flugeldasýningar, skemmtanir og veisluhöld um áramót á Íslandi, að sögn Ernu Hauksdóttur framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Jólin

Hljómsveitin gafst upp

 "Þeir sem eru fastagestir hjá okkur ganga fyrir en þegar þeir eru búnir að taka sín sæti komast aðrir að," segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar, um nýársfagnaðinn í ár. "Við gerum ráð fyrir um það bil 270 manns, en gestum verður boðið upp á sjö rétta máltíð og frábæra skemmtun." 

Jólin

Sameinast um hlífðargleraugu

21 þúsund börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára verða send heim "flugeldagleraugu" í boði Blindrafélagsins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar núna fyrir áramót. Fyrstu gleraugun voru afhent með viðhöfn í Skógarhlíð í Reykjavík á annan í jólum og skotið upp nokkrum flugeldum.

Jólin

Spáð stormi fyrir austan

Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðausturlandi upp úr hádegi í dag. Á Norðausturlandi má gera ráð fyrir vaxandi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveður. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verður talsvert mildara á jóladag.

Jólin

Býður upp a mat í kvöld

Veitingamaðurinn Maggi sem rekur matsölustað í Grafarvogi segist tilbúinn að standa í uppvaski fram á nýja árið. Hann býður öllum þeim sem vilja eiga notalegt aðfangadagskvöld, á veitingastaðinn sinn Mangó í kvöld og skiptir út hamborgurum og pizzum fyrir hátíðarkvöldverð.

Jólin

Gleðja útlendinga

"Ég var með Dani í heimsókn og fór um borgina og sýndi þeim jólaljósin. Þeir urðu orðlausir þegar þeir sáu allt skrautið hjá Sigtryggi," segir Guðný Ólafsdóttir, starfsmaður Samskipa, um jólaljósin sem lýsa upp hús og garð Sigtryggs Helgasonar í Hlyngerði 12 í Reykjavík. Sjálfri finnst Guðnýju talsvert til koma, líkt og öðrum sem fara þar hjá.

Jólin

Arnaldur í sérflokki

"Ég átti von á því að Kleifarvatn myndi seljast vel, en það eru mikil tíðindi ef hún selst í 20 þúsund eintökum," segir Sigurður Svavarsson hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda um bókasöluna fyrir jólin.

Jólin

Hamborgarhryggur í rjúpnaleysinu

Íbúar Nausts, dvalarheimilis aldraðra á Þórshöfn á Langanesi, fá ekki rjúpurnar sínar þessi jólin frekar en flestir aðrir. Því verður hamborgarhryggur á borðum með tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt er heimalagaður ís ráðskonunnar.

Jólin