Fréttamynd

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans

Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Áhrifa­mesti Ís­lendingur skáksögunnar ní­ræður

Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar verður heiðraður í Hörpu í dag á níræðisafmælisdaginn. Forseti Skáksambands Íslands segir Friðriki að þakka að skákin sé jafn vinsæl á Íslandi og raun ber vitni. 

Lífið


Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Guinness-æðið sem gert hefur ís­lenska djammara að þjófum

Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt

„Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. 

Lífið
Fréttamynd

Stærsta þorra­blót landsins

Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn.

Lífið
Fréttamynd

Fann ástina og setur í­búðina á sölu

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Katrín dustar rykið af visku sinni

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands býður áhugasömum að kynnast sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi. Hún heldur námskeið um helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og segist hlakka til að dusta rykið af visku sinni frá því áður en hún varð stjórnmálamaður.

Menning
Fréttamynd

Ó­merki­legir þættir um merki­lega konu

Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Brilljant hug­myndir fyrir bóndadaginn

Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 24. janúar og nú er heldur betur stutt í hann. Á þessum degi er hefð fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu með einum eða öðrum hætti. Hér að neðan finnur þú hugmyndir að notalegum samverustundum og sem ættu að gleðja ást­ina þína, það er ekki seinna vænna að fara að velta þessu fyrir sér! 

Lífið
Fréttamynd

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Lífið
Fréttamynd

Bleikur draumur í Hafnar­firði

Innst inni í botnlangagötu við Stuðlaberg í Hafnarfirði er að finna reisulegt parhús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1990 en hefur fengið sjarmerandi endurbætur á undanförnum árum. 

Lífið
Fréttamynd

Konurnar í blauta há­degis­matnum kröfuharðastar

„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum í hádegismat og heyrðum ekki hvert í öðru fyrir gólum í stórum kvennahóp sem var í „wet lunch“, segir Saga Garðarsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Draumahöllin en atriði þar sem hún leikur forsprakka kvennahóps sem er úti að borða úr þáttunum hefur vakið mikla athygli.

Lífið
Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið