Opnaði sumarið með sólríkum stæl Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar. Menning 7.5.2025 16:01
VÆB opnar verslun í Kringlunni Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur. Lífið 7.5.2025 14:14
Reyndi við þrjár milljónir Jón Gunnar Vopnfjörð sló rækilega í gegn í Spurningaspretti á laugardaginn á Stöð 2. Lífið 7.5.2025 13:32
Allt til alls til að kenna björgun mannslífa „Við erum hér að undirbúa æfingar þar sem fólk getur undirbúið sig í allskonar aðstæðum,“ segir Þorsteinn Jónsson hjá HermÍs sem er sameiginlegt færnisetur Háskóla Íslands og Landspítalans. Sindri Sindrason leit við hjá HermÍs fyrir Ísland í dag. Lífið 6.5.2025 16:00
Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Tónlistarfólkið og hjónin, Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, sem landsmenn þekkja vel úr Eurovision-hópnum Daða og gagnamagnið, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Borgarhraun í Hveragerði. Hjónin greiddi 86 milljónir króna fyrir. Lífið 6.5.2025 15:48
Sígild sumarterta að hætti Dana Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Lífið 6.5.2025 14:31
Verzló vann MORFÍs Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund. Lífið 6.5.2025 13:48
Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands. Menning 6.5.2025 13:33
Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Í fyrsta þættinum af Stóra Stundin á Stöð 2 var fylgst með fæðingu barns en þau Aníta Rós Tómasdóttir og Smári Kristinsson áttu þá von á sínu þriðja barni. Lífið 6.5.2025 11:30
Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Leikkonan Jennifer Aniston var stödd heima hjá sér þegar maður keyrði bíl gegnum hliðið að heimili hennar í Los Angeles. Öryggisvörður Aniston yfirbugaði manninn, sem er á áttræðisaldri, áður en lögregla kom á vettvang og handtók hann. Lífið 6.5.2025 10:41
Þau allra nettustu á Met Gala Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta. Tíska og hönnun 6.5.2025 09:41
Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skaftason, viðskiptastjóri hjá Isavia, eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í borg ástarinnar, París, þann 2. maí síðastliðinn. Lífið 6.5.2025 09:09
Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. Tíska og hönnun 6.5.2025 08:54
Blautir búkar og pylsupartí Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar. Menning 5.5.2025 20:02
Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að elta drekann í kvöld. Þá munu þeir prófa nýjasta spilunarhluta Warzone og lofa þeir miklu fjöri. Leikjavísir 5.5.2025 19:33
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum. Bíó og sjónvarp 5.5.2025 18:35
Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Það er óhætt að segja að pörin í Viltu finna milljón hafi fengið skemmtilegt verkefni á dögunum þegar átti að plana skemmtilegt stefnumót með makanum sínum. Stefnumótið mátti ekki kosta meira en fjögur þúsund krónur. Lífið 5.5.2025 18:22
Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsibrag í New York á dögunum. Á meðal gesta voru nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal kærastinn hennar, leikarinn Bradley Cooper. Hadid deildi myndum úr veislunni á Instagram-síðu sinni. Lífið 5.5.2025 15:54
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. Lífið 5.5.2025 15:21
Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eru orðin foreldrar. Parið eignuðust stúlku þann 1. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 5.5.2025 14:32
Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015. Tónlist 5.5.2025 14:06
Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld. Tíska og hönnun 5.5.2025 13:00
Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum. Lífið 5.5.2025 10:57
Áttu sturlaða stund á Times Square „Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá. Lífið 5.5.2025 09:39