Lífið

„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.

Tónlist

Sepultura bætist við þétt­setið þungarokkssumar

Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis.

Lífið

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Lífið

Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki

Sverrir Þór Sverrisson sýndi liðsfélaga sínum í Alheimsdraumnum Pétri Jóhanni Sigfússyni úr hverju hann var gerður þegar hann tók sig til og hékk út úr bíl hvers ökumaður keyrði á ógnarhraða og „driftaði“ á eins og hann ætti lífið að leysa.

Lífið

Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur.

Lífið

Hugsi yfir reynslulausum sér­fræðingum

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir áhugavert að í hvert einasta skipti sem tekið sé viðtal við einhvern sem segist líða vel á „öfgakenndu“ matarræði eða hafi lagað líkamlega veikleika spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að slíkir hlutir séu stórhættulegir. Sérfræðingar sem hafi ekki reynt hlutina á eigin skinni. 

Lífið

„Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“

„Ég hafði húmor fyrir mér og sagði bara að fólk mætti segja það sem það vildi. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Þetta var orðið mjög ýkt, skrýtið og svolítið hættulegt fyrir mig,“ segir Sonja Valdín um reynslu sína af Söngvakeppninni árið 2018. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

Ástin blómstraði í karókí

Ofurskvísan Brynja Bjarnadóttir tryllti lýðinn á barnum Nínu síðastliðið fimmtudagskvöld en hún stendur fyrir vikulegum karókíkvöldum þar. Arnar Gauti hennar heittelskaði var á svæðinu og tóku þau nokkur lög saman. 

Lífið

Michelle Trachtenberg er látin

Bandaríska leikkonan Michelle Trachtenberg er látin 39 ára að aldri. Hún fór nýlega í lifrarígræðslu og hafði verið heilsuveil eftir hana.

Lífið

Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna mis­skilnings

Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra.

Lífið

Öllu tjaldað til í sjö ára af­mæli Chicago

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

Lífið

Stein­hissa en verður Dumbledore

Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins.

Lífið

Fluttu með alla fjöl­skylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“

„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

Lífið

„Hann kann að dansa, maður minn!“

Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

Lífið

Elda­buskan græjar þriðju vaktina

Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.

Lífið samstarf

Skuggavaldið: Sam­særis­kenningum aldrei verið beitt svona áður

Á meðal meginþátta sem greinir Donald Trump frá flestum öðrum stjórnmálamönnum samtímans er hvernig hann beitir samsæriskenningum sem pólitísku vopni – ekki bara af og til, heldur sem meginuppistöðu í orðræðu sinni. Frá því að hann steig fram á svið bandarískra stjórnmála hefur hann gert út á tortryggni og upplýsingaóreiðu, bæði til að veikja andstæðinga sína og til að efla fylgjendur sína.

Lífið

Segir hlut­verkið hafa bjargað lífi sínu

Stórstjarnan Pamela Anderson hefur sjaldan skinið skærar en nú og sést það langar leiðir. Hún gaf út heimildarmyndina Pamela á Netflix, fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Showgirl og hefur setið fyrir í ýmsum hátískuherferðum ásamt því að sitja í fremstu röð á heitustu tískusýningunum.

Lífið