Lífið

Klukkur og kaffi­bollar í partýi á Prikinu

„Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag. 

Menning

Giskaði sig í eina milljón

Gunnlaugur Hans Stephensen mætti í síðasta þátt af Spurningasprett á Stöð 2. Gulli var sjálfur keppandi í Gettu Betur á sínum tíma. Svara þarf fimmtán spurningum rétt til að vinna þrjár milljónir.

Lífið

Þór­dís Lóa brast í söng í pontu

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær.

Lífið

Inn­sigluðu ástina með sér­hönnuðu húð­flúri

Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa. 

Lífið

Sækir inn­blásturinn í rúss­nesku ræturnar

Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel.

Tónlist

Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konung­lega

Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna.

Lífið

Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong

Söngkonan Mjöll Hólm Friðbjarnardóttir, eða Mjöll Hólm, er mörgum kunn. Landsmenn af eldri kynslóðinni þekkja nafn hennar, enda heyrðist rödd hennar í útvarpinu nánast alla daga hér áður. Hins vegar ættu allir landsmenn, ungir sem aldnir að þekkja stórsmellinn Jón er kominn heim sem enn heyrist reglulega á öldum ljósvakans.

Lífið samstarf

„Mikil­vægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“

„Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina.

Menning

Val Kilmer er látinn

Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi.

Lífið

Vill kyn­líf en ekki sam­band

„Mig langar að heyra um það að stunda kynlíf með öðrum án þess að ást eða rómantík sé til staðar. Til dæmis að hitta annað fólk og stunda kynlíf án þess að það leiði til sambands” - 60 ára karl.

Lífið

„Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“

Hún er nýr borgarstjóri og ætlar sér stóra hluti. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, talaði um launin, störfin, framtíðarhorfur en kynntist líka persónulegu hliðinni á þessari kraftmiklu konu sem elskar hreyfingu, hollan mat og spilakvöld með fjölskyldunni.

Lífið

For­seta­hjónin, Elísa­bet Jökuls og Hug­leikur létu sig ekki vanta

Prúðbúnir listunnendur fjölmenntu í Borgarleikhúsinu í vikunni þegar nýjasta verk Íslenska dansflokksins, Hringir Orfeusar og annað slúður, var frumsýnt. Auk frumsýningarinnar tók Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, nýskipaður listdansstjóri, formlega við embætti af Ernu Ómarsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins.

Lífið

For­dæmd ást kúrekanna á fjallinu

Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu. 

Menning

„Ég held ég sé með niður­gang“

„Ég þarf ekki einu sinni að reyna sækja þessi stig, þau bara koma. Þetta er bara leðja, niðurgangur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson á ferð um Eþíópíu í síðasta þætti af Alheimsdrauminum.

Lífið

Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes

Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028.

Bíó og sjónvarp

Biður drottninguna að blessa heimilið

„Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Tíska og hönnun

Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak

Það var líf og fjör á frumsýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sjóðheitar stjörnur landsins komu saman á frumsýningu Fjallabaks þar sem Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk kúreka sem verða óvænt ástfangnir. 

Menning

Brot­hætt kvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á samstarfið í kvöld. Meðal annars munu þeir brjóta og bramla í leiknum Carry the Glass og reyna að forðast skrímslin í R.E.P.O.

Leikjavísir

Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu

Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi. 

Lífið

Stjörnum prýdd stikla Black Mirror

Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister.

Bíó og sjónvarp

Í skýjunum með að vera fyrstir

„Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það.

Tónlist

Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og af­mæli í París

Viðburðarík vika er nú að baki þar sem Edduverðlunin, árshátíðir stórfyrirtækja og önnur veisluhöld vöktu athygli. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina við sundlaugarbakkann eða spóka sig um evrópskar stórborgir. 

Lífið

VÆB-bræður fyrstir á svið í Euro­vision

Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí.

Lífið