Bílar Meðalframleiðslukostnaður á Tesla bifreið er 4,66 milljónir króna Ársskýrsla Tesla fyrir árið 2021 greinir frá því að fyrirtækið hafi náð hæstu framlegð allra fjöldaframleiðanda bifreiða í heiminum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Bílar 30.1.2022 07:01 Gordon Murray kynnir T.33 léttan ofurbíl til hversdagsnota T.33 er nýjasti ofurbíllinn úr smiðju hins goðsagnakennda Gordon Murray. Hann er knúinn áfram með 607 hestafla V12 sem snýst upp í 11.100 snúninga. Verðmiðinn er um 244 milljónir króna. Bílar 28.1.2022 07:01 Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. Bílar 26.1.2022 07:01 MG þrefaldaði söluna í Evrópu Mikill vöxtur var í starfsemi sölu- og markaðsmála bílaframleiðandans MG í Evrópu á síðasta ári, þar sem þreföldun varð í bíla miðað við 2020 og 67% fjölgun á sölu- og þjónustuumboðum. Sambærilegur vöxtur var í sölu MG hér á landi, þar sem 200 bílar voru nýskráðir samanborið við 62 árið 2020. Bílar 24.1.2022 07:00 Sjóvá riftir samningi við FÍB Samkvæmt frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) frá því á föstudag hefur tryggingafélagið Sjóvá rift samningi sínum við FÍB. Í fréttinni er talað um að riftunin komi einungis „nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa.“ Bílar 23.1.2022 07:00 Vinsældir Kia aukast enn í Evrópu Kia náði hæstu markaðshlutdeild sinni í Evrópu á síðasta ári eða 4,3%. Kia bætti þar með enn árangur sinn á evrópskum mörkuðum frá árinu áður en bílaframleiðandinn var með 3,5% markaðshlutdeild í Evrópu árið 2020. Kia seldi alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður. Bílar 21.1.2022 07:00 BMW hættir að framleiða V12 vélar Síðasta V12 vélin verður sett í M760i sem eingöngu verður fáanlegur í Bandaríkjunum. Framleiðslu bílsins verður hætt seinna á árinu. Þar með lýkur sögu nýrra 12 sílendra BMW véla. Bílar 19.1.2022 07:01 Valentino Rossi ætlar að keppa á fjórum hjólum MotoGP goðsögnin Valentino Rossi hætti keppni í mótorhjólakappakstri í lok síðasta árs. Á glæstum mótorhjólaferli varð Rossi sjöfaldur heimsmeistari, vann 89 keppnir og var 199 sinnum á verðlaunapalli. Hann hefur nú skráð sig í sportbílakappakstursmótaröð með WRT liðinu á þessu ári í GT3 flokki. Bílar 17.1.2022 07:01 Volkswagen íhugar skráningu rafhlöðueiningar á markað Volkswagen ætlar að koma allri rafhlöðuframleiðslu sinni í eitt evrópskt rafhlöðufyrirtæki. Því verður ætlað að framleiða rafhlöður í sex verksmiðjum fyrir lok 2030. Þar sem útkoman eru um 240GWh á ári. Stjórnarmaður félagsins hefur þegar sagt að hugsanlega verði utanaðkomandi gert kleift að fjárfesta í félaginu. Bílar 16.1.2022 07:01 BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. Bílar 14.1.2022 07:01 Rafbíllinn Renault Megane E-Tech með allt að 470 km drægni Ný kynslóð af Renault Megane er væntanleg til BL í júní og eru forpantanir þegar hafnar. Ekki aðeins hefur Megane verið endurhannaður frá grunni að utan sem innan heldur kemur Megane í fyrsta sinn í alrafmagnaðri útfærslu sem ber heitið Megane E-Tech. Bíllinn hefur þegar verið kynntur á sýningum víða á meginlandinu og sló strax í gegn hjá til að mynda Top Gear í Bretlandi sem útnefndi hann fjölskyldubíl ársins 2022. Bílar 12.1.2022 07:00 Myndband: Volvo ætlar að hefja sölu sjálfkeyrslukerfis á árinu Volvo hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist í samstarfi við Luminar Technologies hefja sölu sjálfkeyrslukerfis í bílum sínum á árinu. Viðskiptavinir í Kaliforníu munu vera þeir fyrstu til að fá að prófa kerfið, sem heitir Ride Pilot. Notkun kerfisins verður háð áskrift af því. Bílar 10.1.2022 07:00 MG Marvel R - MG færir sig inn á lúxusmarkað MG Marvel R er nýlegur fimm manna rafjepplingur frá MG sem hefur útlitið með sér. MG hefur undanfarið komið af krafti inn í rafbílasenuna með MG ZS sem hefur verið einn hagkvæmasti kosturinn fyrir þau sem vilja hreinan rafjeppling. Bílar 9.1.2022 07:00 Toyota kynnir GR86 með FasterClass herferðinni Toyota hefur kynnt alheims auglýsingaherferð fyrir GR86 sport bílinn. Toyota vill með herferðinni halda áfram metsölu sinni. Toyota varð í fyrra fyrsti framleiðandinn til að selja meira en General Motors í Bandaríkjunum í næstum heila öld. Markmiðið er að halda gjöfinni í gólfinu og setja af stað FasterClass herferðina sem hófst á þriðjudag. Bílar 7.1.2022 07:00 Hugmyndabíllinn Mercedes-Benz EQXX kynntur til leiks Bíllinn á að verða einn sá skilvirkasti og spilar þar stærstan þátt loftflæðishönnun bílsins. Hann státar af rétt tæplega 1000 km drægni. Bílar 5.1.2022 07:01 Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. Bílar 3.1.2022 07:01 Lögreglan í New York fær heimild til að panta Mustang-Mach-E og Tesla Model 3 New York borg hefur ráðist í metnaðarfulla aðgerð sem snýst um að rafvæða lögreglubílaflota borgarinnar. Borgarstjórn New York borgar hefur nú veitt heimild fyrir kaupum á 184 Ford Mustang Mach-E rafbílum. Bílar 31.12.2021 07:02 Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014. Bílar 30.12.2021 14:00 Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. Bílar 29.12.2021 07:01 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. Bílar 27.12.2021 07:00 Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. Bílar 24.12.2021 07:00 Fjórar bílasölur flytja starfsemi á nýtt sölusvæði við Hestháls Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru óðum að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á lóð við Krókháls 7 og Hestháls 15 í Reykjavík og tók fyrstu söluskrifstofurnar til starfa þar í nýju húsnæði í gær. Bílar 22.12.2021 07:00 Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. Bílar 20.12.2021 07:00 Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3 Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna. Bílar 18.12.2021 07:01 Toyota ætlar að kynna 30 rafbíla fyrir árið 2030 Toyota kynnti í gær áform sín um framleiðslu rafbíla til næstu ára. Toyota og Lexus ætla að kynna 30 nýja rafbíla á næstu átta árum. Stefnt er að því að árið 2030 verði sala á rafbílum komin í 3,5 milljónir rafbíla á ári. Bílar 15.12.2021 07:00 Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019. Bílar 13.12.2021 07:01 Myndir af nýjum Mini leka á netið Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Bílar 11.12.2021 07:01 Audi hefur staðfest að arftaki R8 verði hreinn rafbíll Audi hefur staðdest að arftaki R8 ofurbílsins verði hreinn rafbíll. Yfirmaður vörumarkaðssetningar hjá Audi Sport, Linda Kurz, sagði í samtali við Roadshow að nýi R bíllinn myndi ekki notast við brunahreyfil. Bílar 10.12.2021 07:01 Kia EV6 valinn jepplingur ársins hjá Top Gear Kia EV6 rafbíllinn hefur verið valinn jepplingur ársins hjá bílatímaritinu heimsfræga Top Gear. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað fyrir stuttu og er þetta enn ein viðurkenningin sem bíllinn fær. Bílar 8.12.2021 07:00 Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3 Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu. Bílar 6.12.2021 07:00 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 201 ›
Meðalframleiðslukostnaður á Tesla bifreið er 4,66 milljónir króna Ársskýrsla Tesla fyrir árið 2021 greinir frá því að fyrirtækið hafi náð hæstu framlegð allra fjöldaframleiðanda bifreiða í heiminum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Bílar 30.1.2022 07:01
Gordon Murray kynnir T.33 léttan ofurbíl til hversdagsnota T.33 er nýjasti ofurbíllinn úr smiðju hins goðsagnakennda Gordon Murray. Hann er knúinn áfram með 607 hestafla V12 sem snýst upp í 11.100 snúninga. Verðmiðinn er um 244 milljónir króna. Bílar 28.1.2022 07:01
Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. Bílar 26.1.2022 07:01
MG þrefaldaði söluna í Evrópu Mikill vöxtur var í starfsemi sölu- og markaðsmála bílaframleiðandans MG í Evrópu á síðasta ári, þar sem þreföldun varð í bíla miðað við 2020 og 67% fjölgun á sölu- og þjónustuumboðum. Sambærilegur vöxtur var í sölu MG hér á landi, þar sem 200 bílar voru nýskráðir samanborið við 62 árið 2020. Bílar 24.1.2022 07:00
Sjóvá riftir samningi við FÍB Samkvæmt frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) frá því á föstudag hefur tryggingafélagið Sjóvá rift samningi sínum við FÍB. Í fréttinni er talað um að riftunin komi einungis „nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa.“ Bílar 23.1.2022 07:00
Vinsældir Kia aukast enn í Evrópu Kia náði hæstu markaðshlutdeild sinni í Evrópu á síðasta ári eða 4,3%. Kia bætti þar með enn árangur sinn á evrópskum mörkuðum frá árinu áður en bílaframleiðandinn var með 3,5% markaðshlutdeild í Evrópu árið 2020. Kia seldi alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður. Bílar 21.1.2022 07:00
BMW hættir að framleiða V12 vélar Síðasta V12 vélin verður sett í M760i sem eingöngu verður fáanlegur í Bandaríkjunum. Framleiðslu bílsins verður hætt seinna á árinu. Þar með lýkur sögu nýrra 12 sílendra BMW véla. Bílar 19.1.2022 07:01
Valentino Rossi ætlar að keppa á fjórum hjólum MotoGP goðsögnin Valentino Rossi hætti keppni í mótorhjólakappakstri í lok síðasta árs. Á glæstum mótorhjólaferli varð Rossi sjöfaldur heimsmeistari, vann 89 keppnir og var 199 sinnum á verðlaunapalli. Hann hefur nú skráð sig í sportbílakappakstursmótaröð með WRT liðinu á þessu ári í GT3 flokki. Bílar 17.1.2022 07:01
Volkswagen íhugar skráningu rafhlöðueiningar á markað Volkswagen ætlar að koma allri rafhlöðuframleiðslu sinni í eitt evrópskt rafhlöðufyrirtæki. Því verður ætlað að framleiða rafhlöður í sex verksmiðjum fyrir lok 2030. Þar sem útkoman eru um 240GWh á ári. Stjórnarmaður félagsins hefur þegar sagt að hugsanlega verði utanaðkomandi gert kleift að fjárfesta í félaginu. Bílar 16.1.2022 07:01
BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. Bílar 14.1.2022 07:01
Rafbíllinn Renault Megane E-Tech með allt að 470 km drægni Ný kynslóð af Renault Megane er væntanleg til BL í júní og eru forpantanir þegar hafnar. Ekki aðeins hefur Megane verið endurhannaður frá grunni að utan sem innan heldur kemur Megane í fyrsta sinn í alrafmagnaðri útfærslu sem ber heitið Megane E-Tech. Bíllinn hefur þegar verið kynntur á sýningum víða á meginlandinu og sló strax í gegn hjá til að mynda Top Gear í Bretlandi sem útnefndi hann fjölskyldubíl ársins 2022. Bílar 12.1.2022 07:00
Myndband: Volvo ætlar að hefja sölu sjálfkeyrslukerfis á árinu Volvo hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist í samstarfi við Luminar Technologies hefja sölu sjálfkeyrslukerfis í bílum sínum á árinu. Viðskiptavinir í Kaliforníu munu vera þeir fyrstu til að fá að prófa kerfið, sem heitir Ride Pilot. Notkun kerfisins verður háð áskrift af því. Bílar 10.1.2022 07:00
MG Marvel R - MG færir sig inn á lúxusmarkað MG Marvel R er nýlegur fimm manna rafjepplingur frá MG sem hefur útlitið með sér. MG hefur undanfarið komið af krafti inn í rafbílasenuna með MG ZS sem hefur verið einn hagkvæmasti kosturinn fyrir þau sem vilja hreinan rafjeppling. Bílar 9.1.2022 07:00
Toyota kynnir GR86 með FasterClass herferðinni Toyota hefur kynnt alheims auglýsingaherferð fyrir GR86 sport bílinn. Toyota vill með herferðinni halda áfram metsölu sinni. Toyota varð í fyrra fyrsti framleiðandinn til að selja meira en General Motors í Bandaríkjunum í næstum heila öld. Markmiðið er að halda gjöfinni í gólfinu og setja af stað FasterClass herferðina sem hófst á þriðjudag. Bílar 7.1.2022 07:00
Hugmyndabíllinn Mercedes-Benz EQXX kynntur til leiks Bíllinn á að verða einn sá skilvirkasti og spilar þar stærstan þátt loftflæðishönnun bílsins. Hann státar af rétt tæplega 1000 km drægni. Bílar 5.1.2022 07:01
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. Bílar 3.1.2022 07:01
Lögreglan í New York fær heimild til að panta Mustang-Mach-E og Tesla Model 3 New York borg hefur ráðist í metnaðarfulla aðgerð sem snýst um að rafvæða lögreglubílaflota borgarinnar. Borgarstjórn New York borgar hefur nú veitt heimild fyrir kaupum á 184 Ford Mustang Mach-E rafbílum. Bílar 31.12.2021 07:02
Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014. Bílar 30.12.2021 14:00
Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. Bílar 29.12.2021 07:01
13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum árin fyrir lok árs 2025 Ætla má að þriðji áratugur 20. aldar muni einkennast af rafhlöðuæði. Til stendur að reisa 13 nýjar rafhlöðuverksmiðjur í Bandaríkjunum fyrir árslok 2025. Hingað til er Gígaverksmiðja Tesla í Nevada sú stærsta. Mikil eftirspurn er eftir rafhlöðum í rafbíla. Áætlað er að framleiðslan muni tífaldast á næstu fimm árum. Bílar 27.12.2021 07:00
Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. Bílar 24.12.2021 07:00
Fjórar bílasölur flytja starfsemi á nýtt sölusvæði við Hestháls Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru óðum að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á lóð við Krókháls 7 og Hestháls 15 í Reykjavík og tók fyrstu söluskrifstofurnar til starfa þar í nýju húsnæði í gær. Bílar 22.12.2021 07:00
Myndband: Tesla virkjar virka veghljóðsvörn fyrir Model S og X Virka veghljóðsvörnin er einungis fáanleg í flaggskipunum, Model-um S og X. Hún var gerð aðgengileg með hugbúnaðaruppfærslu sem framkvæmd var nýlega. Bílar 20.12.2021 07:00
Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3 Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna. Bílar 18.12.2021 07:01
Toyota ætlar að kynna 30 rafbíla fyrir árið 2030 Toyota kynnti í gær áform sín um framleiðslu rafbíla til næstu ára. Toyota og Lexus ætla að kynna 30 nýja rafbíla á næstu átta árum. Stefnt er að því að árið 2030 verði sala á rafbílum komin í 3,5 milljónir rafbíla á ári. Bílar 15.12.2021 07:00
Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019. Bílar 13.12.2021 07:01
Myndir af nýjum Mini leka á netið Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Bílar 11.12.2021 07:01
Audi hefur staðfest að arftaki R8 verði hreinn rafbíll Audi hefur staðdest að arftaki R8 ofurbílsins verði hreinn rafbíll. Yfirmaður vörumarkaðssetningar hjá Audi Sport, Linda Kurz, sagði í samtali við Roadshow að nýi R bíllinn myndi ekki notast við brunahreyfil. Bílar 10.12.2021 07:01
Kia EV6 valinn jepplingur ársins hjá Top Gear Kia EV6 rafbíllinn hefur verið valinn jepplingur ársins hjá bílatímaritinu heimsfræga Top Gear. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað fyrir stuttu og er þetta enn ein viðurkenningin sem bíllinn fær. Bílar 8.12.2021 07:00
Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3 Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu. Bílar 6.12.2021 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent