Enski boltinn „Draumur að rætast að fara til Englands og spila þar“ Arnór Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við Blackburn Rovers í ensku Championship deildinni. Svava Kristín hitti hann að máli í dag og ræddi við hann um félagaskiptin. Enski boltinn 22.6.2023 23:30 Ekki möguleiki að Klopp taki við þýska landsliðinu Umboðsmaður Jurgen Klopp þvertekur fyrir að Klopp muni taka við þýska landsliðinu fyrir Evrópumótið á næsta ári. Þýska blaðið Bild hefur hafið herferð til að fá Klopp í landsliðsþjálfarastöðuna. Enski boltinn 22.6.2023 19:00 Tottenham að ganga frá samningum við eftirmann Lloris Tottenham hefur náð samkomulagi við Empoli um kaupverð á markverðinum Guglielmo Vicario. Búist er við að gengið verði frá félagaskiptunum á næstu klukkustundum. Enski boltinn 22.6.2023 17:49 Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. Enski boltinn 22.6.2023 14:31 Arnór búinn að skrifa undir hjá Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku Championship deildinni. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið. Enski boltinn 21.6.2023 20:24 Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Enski boltinn 21.6.2023 18:46 Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. Enski boltinn 21.6.2023 18:01 Mál fyrirliða Man United aftur fyrir dómara í febrúar Réttað verður að nýju yfir Harry Maguire í febrúar á næsta ári, tæpu þremur og hálfu ári eftir að hann var handtekinn í Grikklandi. Enski boltinn 21.6.2023 16:01 Havertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 21.6.2023 12:00 Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 20.6.2023 18:30 Til liðs við Reggístrákana hans Heimis: „Jamaíka hefur alltaf verið mér ofarlega í huga“ Demarai Gray, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton, hefur ákveðið að gefa Heimi Hallgrímssyni, þjálfara Jamaíka, möguleika á að velja sig í komandi verkefni. Enski boltinn 20.6.2023 15:30 Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Enski boltinn 20.6.2023 13:01 Enska úrvalsdeildin bannar Chelsea að semja við Paramount Plus Chelsea fær ekki að semja við streymisveituna Paramount Plus þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildar banna það. Paramount Plus átti að prýða treyjur félagsins á næstu leiktíð en nú stefnir í að það verði veðmálafyrirtæki. Enski boltinn 19.6.2023 09:31 Chelsea reynir að nýta tengslanet sitt í Sádi-Arabíu til að losa sig við leikmenn Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í óðaönn að reyna losa sig við leikmenn áður en það þarf að gera tímabilið upp fjárhagslega þann 30. júní. Þá er gott að eiga góða vini sem virðast eiga meiri pening þeir vita hvað þeir eiga að gera við. Enski boltinn 19.6.2023 08:01 Man. United missir tvo af sínum betri leikmönnum frítt í sumar Greint hefur verið frá því að framherjinn Alessia Russo og hægri bakvörðurinn Ona Batlle verði ekki áfram í herbúðum kvennaliðs Manchester United. Þetta er mikið högg fyrir félagið en það tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili. Enski boltinn 16.6.2023 17:30 Dreymir um að spila fyrir Real Madríd Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag. Enski boltinn 16.6.2023 16:30 Aðstoðarmaður Guardiola tekur við Leicester Leicester City hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Enski boltinn 16.6.2023 15:31 Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Grealish Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með. Enski boltinn 16.6.2023 15:00 Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Enski boltinn 15.6.2023 13:31 Gordon McQueen látinn Fyrrverandi knattspyrnukappinn Gordon McQueen er látinn sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. Enski boltinn 15.6.2023 13:10 Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 15.6.2023 11:31 Chelsea hafnaði tilboði Man United í Mount Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri. Enski boltinn 15.6.2023 08:32 Spilaði kviðslitinn nær allt tímabilið Son Heung-min, framherji Tottenham Hotspur og Suður-Kóreu, hefur greint frá því að hann hafi spilað stóran hluta síðasta tímabils kviðslitinn. Enski boltinn 15.6.2023 08:00 Banna kaup eins og þau þegar Glazer keypti Man United Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa bannað kaup þar sem kaupandi hleður skuldum á félagið sem verið er að kaupa. Hefði slíkt bann verið í gildi árið 2005 hefði Glazer-fjölskyldan aldrei eignast Manchester United. Enski boltinn 15.6.2023 07:31 Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14.6.2023 16:00 Bjartsýnn Jón Daði framlengir við Bolton Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers. Enski boltinn 14.6.2023 15:31 Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“ Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina. Enski boltinn 14.6.2023 12:30 Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. Enski boltinn 14.6.2023 06:00 Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Enski boltinn 13.6.2023 08:31 Sjeikinn sagður eignast Man. Utd Samkvæmt fréttum frá Katar hafa núverandi eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United samþykkt tilboð sjeiksins Jassim bin Hamad al-Thani. Samkvæmt því verður enska félagið brátt alfarið í eigu katarska sjeiksins. Enski boltinn 13.6.2023 07:59 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 334 ›
„Draumur að rætast að fara til Englands og spila þar“ Arnór Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við Blackburn Rovers í ensku Championship deildinni. Svava Kristín hitti hann að máli í dag og ræddi við hann um félagaskiptin. Enski boltinn 22.6.2023 23:30
Ekki möguleiki að Klopp taki við þýska landsliðinu Umboðsmaður Jurgen Klopp þvertekur fyrir að Klopp muni taka við þýska landsliðinu fyrir Evrópumótið á næsta ári. Þýska blaðið Bild hefur hafið herferð til að fá Klopp í landsliðsþjálfarastöðuna. Enski boltinn 22.6.2023 19:00
Tottenham að ganga frá samningum við eftirmann Lloris Tottenham hefur náð samkomulagi við Empoli um kaupverð á markverðinum Guglielmo Vicario. Búist er við að gengið verði frá félagaskiptunum á næstu klukkustundum. Enski boltinn 22.6.2023 17:49
Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. Enski boltinn 22.6.2023 14:31
Arnór búinn að skrifa undir hjá Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku Championship deildinni. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið. Enski boltinn 21.6.2023 20:24
Gundogan búinn að ákveða sig | Newcastle að næla í Tonali Ilkay Gundogan mun ganga til liðs við Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Þá hefur Newcastle lagt fram tilboð í miðjumanninn Sandro Tonali hjá AC Milan. Enski boltinn 21.6.2023 18:46
Stuðningsmenn West Ham fá ekki að mæta á næsta heimaleik West Ham þarf að leika næsta Evrópuleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar fyrr í mánuðinum. Enski boltinn 21.6.2023 18:01
Mál fyrirliða Man United aftur fyrir dómara í febrúar Réttað verður að nýju yfir Harry Maguire í febrúar á næsta ári, tæpu þremur og hálfu ári eftir að hann var handtekinn í Grikklandi. Enski boltinn 21.6.2023 16:01
Havertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 21.6.2023 12:00
Nkunku orðinn leikmaður Chelsea Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna]. Enski boltinn 20.6.2023 18:30
Til liðs við Reggístrákana hans Heimis: „Jamaíka hefur alltaf verið mér ofarlega í huga“ Demarai Gray, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton, hefur ákveðið að gefa Heimi Hallgrímssyni, þjálfara Jamaíka, möguleika á að velja sig í komandi verkefni. Enski boltinn 20.6.2023 15:30
Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Enski boltinn 20.6.2023 13:01
Enska úrvalsdeildin bannar Chelsea að semja við Paramount Plus Chelsea fær ekki að semja við streymisveituna Paramount Plus þar sem forráðamenn ensku úrvalsdeildar banna það. Paramount Plus átti að prýða treyjur félagsins á næstu leiktíð en nú stefnir í að það verði veðmálafyrirtæki. Enski boltinn 19.6.2023 09:31
Chelsea reynir að nýta tengslanet sitt í Sádi-Arabíu til að losa sig við leikmenn Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í óðaönn að reyna losa sig við leikmenn áður en það þarf að gera tímabilið upp fjárhagslega þann 30. júní. Þá er gott að eiga góða vini sem virðast eiga meiri pening þeir vita hvað þeir eiga að gera við. Enski boltinn 19.6.2023 08:01
Man. United missir tvo af sínum betri leikmönnum frítt í sumar Greint hefur verið frá því að framherjinn Alessia Russo og hægri bakvörðurinn Ona Batlle verði ekki áfram í herbúðum kvennaliðs Manchester United. Þetta er mikið högg fyrir félagið en það tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á nýafstöðnu tímabili. Enski boltinn 16.6.2023 17:30
Dreymir um að spila fyrir Real Madríd Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag. Enski boltinn 16.6.2023 16:30
Aðstoðarmaður Guardiola tekur við Leicester Leicester City hefur fundið nýjan knattspyrnustjóra. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Enski boltinn 16.6.2023 15:31
Gerði undantekningu og endaði með ælu í handtöskuna hjá móður Grealish Rúben Dias, miðvörður Manchester City, drekkur ekki áfengi en gerði undantekningu fyrst lið hans varð Englands-, Evrópu og bikarmeistari nýverið. Það endaði vægast sagt illa fyrir bæði hann sem og handtöskuna sem móðir Jack Grealish var með. Enski boltinn 16.6.2023 15:00
Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Enski boltinn 15.6.2023 13:31
Gordon McQueen látinn Fyrrverandi knattspyrnukappinn Gordon McQueen er látinn sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021. Enski boltinn 15.6.2023 13:10
Guardiola gaf starfsfólki City rúmlega 130 milljóna bónus sinn Pep Guardiola gaf starfsfólki Manchester City veglegan bónus sem hann fékk fyrir að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 15.6.2023 11:31
Chelsea hafnaði tilboði Man United í Mount Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri. Enski boltinn 15.6.2023 08:32
Spilaði kviðslitinn nær allt tímabilið Son Heung-min, framherji Tottenham Hotspur og Suður-Kóreu, hefur greint frá því að hann hafi spilað stóran hluta síðasta tímabils kviðslitinn. Enski boltinn 15.6.2023 08:00
Banna kaup eins og þau þegar Glazer keypti Man United Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa bannað kaup þar sem kaupandi hleður skuldum á félagið sem verið er að kaupa. Hefði slíkt bann verið í gildi árið 2005 hefði Glazer-fjölskyldan aldrei eignast Manchester United. Enski boltinn 15.6.2023 07:31
Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14.6.2023 16:00
Bjartsýnn Jón Daði framlengir við Bolton Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers. Enski boltinn 14.6.2023 15:31
Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“ Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina. Enski boltinn 14.6.2023 12:30
Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. Enski boltinn 14.6.2023 06:00
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Enski boltinn 13.6.2023 08:31
Sjeikinn sagður eignast Man. Utd Samkvæmt fréttum frá Katar hafa núverandi eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United samþykkt tilboð sjeiksins Jassim bin Hamad al-Thani. Samkvæmt því verður enska félagið brátt alfarið í eigu katarska sjeiksins. Enski boltinn 13.6.2023 07:59