Enski boltinn

Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea

Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni.

Enski boltinn

Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

Enski boltinn

Allslaus Alli sem enginn vill

Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

Enski boltinn

Ó­sáttur Klopp segir Brent­ford „beygja reglurnar“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var verulega ósáttur með 3-1 tap sinna manna gegn Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Þó myndbandsdómari leiksins hafi tvívegis tekið mark af Brentford í kvöld sá Klopp sig samt sem áður tilneyddan til að gagnrýna dómgæsluna og leikstíl Brentford að leik loknum.

Enski boltinn

Brent­ford stöðvaði sigur­göngu Liver­pool

Brentford vann magnaðan 3-1 sigur á Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrir leik hafði Liverpool unnið fjóra deildarleiki í röð. Sigurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Ivan Toney, markahæsti leikmaður Brentford á leiktíðinni, var fjarri góðu gamni. 

Enski boltinn

Luka­ku segir alla vita hvað hann vill

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir allan heiminn vita hvað hann vill, að Inter Milan kaupi sig til baka frá Chelsea en leikmaðurinn er sem stendur á láni hjá Inter frá Chelsea. Þá telur Lukaku að framherjinn fyrrverandi Thierry Henry sé rétti maðurinn til að stýra belgíska landsliðinu.

Enski boltinn

Jón Daði á skotskónum

Jón Daði Böðvarsson komst á blað er Bolton Wanderers lagði Barnsley í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu Swansea í B-deildinni þarlendis.

Enski boltinn

„Við erum ekki að spila Monopoly“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ýjaði að því á blaðamannafundi að frekari viðskipta sé ekki að vænta hjá félaginu í janúar. Liðið festi kaup á Cody Gakpo frá PSV í upphafi gluggans.

Enski boltinn