Fótbolti

Johan Neeskens fallinn frá

Hollenska fótboltagoðsögnin Johan Neeskens er látinn, 73 ára að aldri, en frá þessu greindi hollenska knattspyrnusambandið í dag.

Fótbolti

Onana haldið oftast hreinu

Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu.

Enski boltinn

Cecilía fer á kostum í Mílanó

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina.

Fótbolti

Mar­tröð Pogba lokið en hvað tekur við?

„Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári?

Fótbolti

Sæ­var Atli ekkert rætt við Lyngby

Fótboltamaðurinn Sævar Atli Magnússon er á sinni fjórðu leiktíð með Lyngby í Danmörku og kominn með yfir hundrað leiki fyrir félagið. Eftir að hafa skorað sitt sextánda mark fyrir liðið í gær sagði hann framtíðina hins vegar í óvissu.

Fótbolti

Næstu vikur gríðar­lega mikil­vægar fyrir Ten Hag

Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. 

Enski boltinn

Albert skoraði sigur­markið eftir að De Gea varði tvær víta­spyrnur

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum.

Fótbolti

Hemp í sögu­bækurnar og Man City á toppinn

Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn

Lewandowski sá um Ala­vés

Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan.

Fótbolti