Erlent

Sturgeon sleppt úr haldi

Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins.

Erlent

Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund.

Erlent

„Eins og að lenda á stálvegg“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana.

Erlent

Á­kæran sé ein versta vald­níðslan í sögu landsins

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 

Erlent

Ted Kaczynski er látinn

Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, sem þekktur var undir hryðjuverkamannsnafninu Unabomber, er látinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.

Erlent

Lítil pilla gefur Assad mikil völd

Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda.

Erlent

Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi á upptöku að hann hefði ekki svipt leyndinni af skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Þá viðurkenndi hann einnig að hann gæti ekki svipt hulunni af þeim lengur, þar sem hann væri ekki enn forseti.

Erlent

Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum

Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“.

Erlent

Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi.

Erlent

Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi

Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina.

Erlent

„Það er enn engin hjálp“

Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf.

Erlent

Keppi­nautar Trump koma honum enn til varnar eftir á­kæru

Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta.

Erlent

Á­stand barnanna í Anne­cy sagt vera stöðugt

Börnin fjögur sem voru stungin í almenningsgarði í frönsku borginni Annecy í gær eru í stöðugu ástandi að sögn lækna. Börnin, sem eru á aldrinum eins árs til þriggja ára, eru þó enn á sjúkrahúsi í umsjá lækna.

Erlent

Trump ákærður vegna leyniskjala

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti.

Erlent

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu

Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Erlent

Repúblikanar halda þinginu í gíslingu

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram.

Erlent

Líkurnar á að Trump verði á­kærður vegna leyniskjalanna aukast

Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður.

Erlent

Pence segir ó­beinum orðum að Trump sé van­hæfur

„Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“

Erlent