Erlent

Veggir einnar elstu borgar Pakistan féllu

Veggir hinnar fornu borgar Moenjodaro hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna úrhellisrigningar og flóða sem nú eru í gangi í Pakistan. Borgin er á Heimsminjaskrá UNESCO og var byggð fyrir fimm þúsund árum síðan.

Erlent

32 látnir eftir elds­voða á karó­kí­bar í Víet­nam

Alls eru 32 nú látnir eftir eldsvoða sem kom upp á karókíbar ekki langt frá víetnömsku borginni Ho Chi Minh á síðastliðið þriðjudagskvöld. Gríðarmikill eldur kom upp og varð mikill fjöldi gesta innlyksa og þá neyddust aðrir til að stökkva út um glugga á þriðju hæð byggingarinnar.

Erlent

Hinn á­rásar­maðurinn lést í haldi lög­reglu

Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu.

Erlent

Mál­verk Obama hjóna af­hjúpuð

Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.

Erlent

Seinni á­rásar­maðurinn í haldi lög­reglu

Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað.

Erlent

Ógna birgðalínum Rússa í austri

Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa.

Erlent

Kanadíska á­rásar­mannsins enn leitað

Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær.

Erlent

Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu

Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. 

Erlent

Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifi­brauð

Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu.

Erlent

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna

Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Erlent

Sækja líka fram gegn Rússum í norðri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs.

Erlent

Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi

Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump.

Erlent

„Feiti Leonard“ slapp úr stofu­fangelsi

Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur.

Erlent

Fundu líkamsleifar í Eystrasalti

Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið.

Erlent

Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum

Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri.

Erlent

Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu

Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum.

Erlent