Erlent Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Erlent 5.6.2024 16:35 Konunglegri heimsókn frestað vegna verkfallsins Fyrirhugaðri opinberri heimsókn dönsku konungshjónanna til Færeyja hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er sökum viðtækra og langvinnra verkfallsaðgerða á eyjunum. Erlent 5.6.2024 13:56 Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Erlent 5.6.2024 12:39 Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Erlent 5.6.2024 11:53 Þekktur sænskur rappari skotinn til bana Sænski rapparinn C. Gambino var skotinn til bana á bílastæði í Gautaborg í gærkvöldi. Í maí síðastliðnum vann hann til hinna sænsku Grammis-verðlauna. Erlent 5.6.2024 09:27 Stunguárás á fulltrúa þýsks fjarhægriflokks Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni. Erlent 5.6.2024 08:34 Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Erlent 5.6.2024 07:55 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. Erlent 5.6.2024 07:05 Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Erlent 5.6.2024 00:00 Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Erlent 4.6.2024 22:19 Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Erlent 4.6.2024 16:26 Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. Erlent 4.6.2024 15:44 Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex. Erlent 4.6.2024 14:21 Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. Erlent 4.6.2024 14:02 Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Erlent 4.6.2024 12:32 Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Erlent 4.6.2024 11:53 Nýtt bóluefni gegn sortuæxlum helmingar líkur á endurkomu Nýtt mRNA bóluefni gegn sortuæxlum, sem er sérsniðið að hverjum sjúklingi fyrir sig, helmingar líkurnar á dauða og endurkomu krabbameinsins. Erlent 4.6.2024 11:29 Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Erlent 4.6.2024 08:41 Milljarða sekt fyrir illa meðferð á hundum Fyrirtækið Envigo RMS LLC hefur verið sektað um 35 milljónir dala, jafnvirði 4,8 milljarða króna, eftir að 4.000 Beagle-hundum var bjargað á ræktunarstöð í Virginíu árið 2022. Erlent 4.6.2024 08:01 Fjórir látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsótti bæinn Reichertshofen í gær en að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir mikil flóð í Bæjaralandi. Kanslarinn segir hörmungarnar til marks um nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Erlent 4.6.2024 07:42 Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Erlent 4.6.2024 00:14 Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. Erlent 3.6.2024 16:02 Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Erlent 3.6.2024 11:32 Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04 Tveir skotnir til bana í Norrköping Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið tvo menn til bana í íbúð í fjölbýlishúsi í borginni Norrköping. Erlent 3.6.2024 07:44 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Erlent 3.6.2024 07:18 Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. Erlent 3.6.2024 06:43 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. Erlent 1.6.2024 08:37 Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. Erlent 31.5.2024 23:44 „Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Erlent 31.5.2024 16:33 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 334 ›
Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Erlent 5.6.2024 16:35
Konunglegri heimsókn frestað vegna verkfallsins Fyrirhugaðri opinberri heimsókn dönsku konungshjónanna til Færeyja hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er sökum viðtækra og langvinnra verkfallsaðgerða á eyjunum. Erlent 5.6.2024 13:56
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Erlent 5.6.2024 12:39
Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Erlent 5.6.2024 11:53
Þekktur sænskur rappari skotinn til bana Sænski rapparinn C. Gambino var skotinn til bana á bílastæði í Gautaborg í gærkvöldi. Í maí síðastliðnum vann hann til hinna sænsku Grammis-verðlauna. Erlent 5.6.2024 09:27
Stunguárás á fulltrúa þýsks fjarhægriflokks Fulltrúi þýska fjarhægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) var stunginn í árás í borginni Mannheim í suðvesturhluta Þýskalands seint í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að lögreglumaður var stunginn til bana í mótmælum gegn íslam í borginni. Erlent 5.6.2024 08:34
Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Erlent 5.6.2024 07:55
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. Erlent 5.6.2024 07:05
Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Erlent 5.6.2024 00:00
Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Erlent 4.6.2024 22:19
Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Erlent 4.6.2024 16:26
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. Erlent 4.6.2024 15:44
Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex. Erlent 4.6.2024 14:21
Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn. Erlent 4.6.2024 14:02
Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Erlent 4.6.2024 12:32
Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Erlent 4.6.2024 11:53
Nýtt bóluefni gegn sortuæxlum helmingar líkur á endurkomu Nýtt mRNA bóluefni gegn sortuæxlum, sem er sérsniðið að hverjum sjúklingi fyrir sig, helmingar líkurnar á dauða og endurkomu krabbameinsins. Erlent 4.6.2024 11:29
Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Erlent 4.6.2024 08:41
Milljarða sekt fyrir illa meðferð á hundum Fyrirtækið Envigo RMS LLC hefur verið sektað um 35 milljónir dala, jafnvirði 4,8 milljarða króna, eftir að 4.000 Beagle-hundum var bjargað á ræktunarstöð í Virginíu árið 2022. Erlent 4.6.2024 08:01
Fjórir látnir eftir mikil flóð í suðurhluta Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, heimsótti bæinn Reichertshofen í gær en að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir mikil flóð í Bæjaralandi. Kanslarinn segir hörmungarnar til marks um nauðsyn þess að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Erlent 4.6.2024 07:42
Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Erlent 4.6.2024 00:14
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. Erlent 3.6.2024 16:02
Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Erlent 3.6.2024 11:32
Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Erlent 3.6.2024 09:04
Tveir skotnir til bana í Norrköping Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið tvo menn til bana í íbúð í fjölbýlishúsi í borginni Norrköping. Erlent 3.6.2024 07:44
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Erlent 3.6.2024 07:18
Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez. Erlent 3.6.2024 06:43
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. Erlent 1.6.2024 08:37
Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. Erlent 31.5.2024 23:44
„Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Erlent 31.5.2024 16:33
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent