Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 08:16 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Michael Dwyer John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem varð svo mikill gagnrýnandi forsetans, var í gær ákærður. Hann er meðal annars sakaður um að hafa geymt leynileg skjöl heima hjá sér og að deila leynilegum upplýsingum með ættingjum sínum. Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Bolton var ákærður af ákærudómstól í Maryland í gær en rætur málsins má rekja til ríkisstjórnar Joes Biden, fyrrverandi forseta. Ákæran er í átján liðum og er Bolton sakaður um að hafa notað persónulegt tölvupósthólf og samskiptaforrit til að deila glósum um opinber störf sín sem þjóðaröryggisráðgjafi árin 2018 og 2019 með tveimur ættingjum sínum. Þeir ættingjar höfðu ekki heimild til að skoða ríkisleyndarmál, sem glósurnar eru sagðar hafa innihaldið. Þar að auki munu íranskir útsendarar hafa komist inn í tölvupósta hans árið 2021. Sjá einnig: Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samkvæmt yfirlýsingu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna innihéldu glósurnar meðal annars leynilegar upplýsingar um mögulegar árásir Bandaríkjamanna, andstæðinga Bandaríkjanna og utanríkismál. Bolton, sem er 76 ára gamall, stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist fyrir hvern ákærulið, verði hann sakfelldur, eða alls 180 ár. „Vondur maður“ Bolton yfirgaf Hvíta húsið með látum á fyrsta kjörtímabili Trumps og síðan þá hafa þeir tveir eldað grátt silfur saman á opinberum vettvangi. Trump var spurður út í ákæruna í gær og tók hann fregnunum vel. „Hann er vondur maður,“ sagði Trump um Bolton. Þó Bolton sé á lista nokkurra meintra andstæðinga Trumps sem hafa verið ákærðir að undanförnu hófst rannsóknin á meintum brotum hans í tíð ríkisstjórnar Joes Biden, forvera Trumps. Samkvæmt heimildum New York Times fundu starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna vísbendingar um að Bolton hefði brotið af sér og er rannsóknin sögð hafa farið eðlilegan farveg. Búist er við því að Bolton muni gefa sig fram við lögreglu seinna í dag og verða í kjölfarið fluttur fyrir dómara. Þriðji andstæðingurinn sem er ákærður Í síðustu viku var Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, ákærð fyrir fjársvik í Virginíu. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður en hann var einnig meðal þeirra sem Trump krafðist af Bondi að yrðu ákærð. Í báðum tilfellum höfðu saksóknarar sem töldu ekki tilefni til ákæra verið reknir og fyrrverandi einkalögmaður Trumps skipaður í þeirra stað.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira