Innlent

Hnífamaðurinn í Lundi á­fram bak við lás og slá

Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis.

Innlent

„Hann meiddi mig ekki mikið“

Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Innlent

Um­­­boðs­­maður barna krefst svara um nýtt náms­mat

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Innlent

Sala á fíkni­efnum fari fram fyrir opnum tjöldum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent

Ný líkön sýna um­fang hraunsins

Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur mælt rúmmál og flatarmál hraunsins við Grindavík og birti í gær myndir á síðu sinni á Facebook þar sem hægt er að sjá flæði og magn hraunsins.

Innlent

Segir málið hið sér­kenni­legasta og krefst svara

Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu.

Innlent

Boðar laugardagsbongó

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag.

Innlent

Verstu skemmdar­verk í sögu Lystigarðsins

Unnar hafa verið miklar skemmdir á grasflötinni í Lystigarðinum í Hveragerði og hefur málið verið tilkynnt til Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að óprúttnir aðilar hafi ekið um blautan garðinn á vespum.

Innlent

„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“

Næringar­fræðingur mælir gegn því að fólk fari á svo­kallað kjöt­ætu- eða carni­vor­ematar­æði þar sem mark­miðið er að borða nær ein­göngu kjöt, egg og smjör í þeim til­gangi að bæta heilsu­far sitt. Á­vallt beri að taka upp­lýsingum um næringu og matar­æði á sam­fé­lags­miðlum með fyrir­vara.

Innlent

Af­tengja sig Pírataspjallinu

Hópnum „Pírataspjallið 2“ hefur verið læst og nafninu breytt í „Vettvangurinn.“ Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við hópinn sem var með tæplega tólf þúsund meðlimi.

Innlent

Ekki á því að yfir­gefa Grinda­vík endan­lega

Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim.

Innlent

Milljarðs tap Play og götu­list í Hafnar­firði

Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

Innlent

Kviknaði í bíl í mið­borginni

Reykur stígur upp úr bílastæðahúsinu í Traðarkoti í miðborg Reykjavíkur vegna þess að eldur kom upp í bíl. Slökkviliðið er á vettvangi og er þegar búið að slökkva eldinn og unnið er að því að reykræsta húsið.

Innlent

Myndlistaskólinn yfir­gefur JL-húsið

Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin.

Innlent