Innlent

Eldur í bíl­skúr í Grinda­vík

Eldur kviknaði í bílskúr á Vesturbraut í Grindavík rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Slökkvilið var fljótt á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins. Engum varð meint af og ekki er vitað um upptök eldsins.

Innlent

Dauð­þreytt á kol­niða­myrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“

Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur.

Innlent

Ekki ná­lægt því að upp­fylla bókaþörf barnanna

Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 

Innlent

Þurfti að ræða mót­mælin við dóttur sína

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tryggja þurfi að umræða hvað Íslendingar geti gert vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs fari fram á málefnanlegan og lýðræðislegan hátt, þar sem leikreglum samfélagsins sé fylgt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði.

Innlent

Enn reynt að ná utan um lausa þræði

Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni.

Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Innlent

„Það er brjál­semi að halda þessu fram“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að hún hafi komið sér upp sérstakri skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Eflingar sem annað starfsfólk hafi ekki haft aðgang að. Hún segir um að ræða lygar og rógburð.

Innlent

Sólin geri lítið gagn til upp­hitunar

Útlit er fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu um helgina og litlar breytingar frá því sem verið hefur, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Innlent

Stöðvuðu öku­mann sem reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Innlent

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Innlent

Djúp hola á æfingavelli Grinda­víkur

Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings.

Innlent

Krefjast tafar­lausra við­bragða við voða­verkum á Gasa

Hópur 569 Íslendinga hefur sent opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni.

Innlent

Allt niður í tveggja tíma fyrir­vari á eld­gosi

Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina.

Innlent