Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 00:08 Ingvar Smári Birgisson er fulltrúi í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varaformaður stjórnarinnar. Hann telur Rúv þurfa að svara betur fyrir ásakanir á hendur stofuninni. Vísir/Vilhelm og aðsend Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira