Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2025 22:40 Gamli Flugfélagsþristurinn Gunnfaxi hefur verið geymdur í flugskýli á Keflavíkurflugvelli frá árinu 2007. Flugvélin var áður í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og nýtt í varahluti fyrir Landgræðsluvélina Pál Sveinsson. Egill Aðalsteinsson Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp fréttin frá árinu 2016 þegar flugvélarflakið á Sólheimasandi varð einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands, landeigendum að óvörum. Flak Varnarliðsvélarinnar á Sólheimasandi sumarið 2016.Stöð 2 Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, sagðist þá hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira," sagði Sólheimabóndinn í viðtalinu sem birtist þann 29. ágúst 2016. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum. Landeigendur selja aðgang að flugvélarflakinu í gegnum bílastæðagjöld.Stöð 2 Á ljósmyndum sem Þórir Kjartansson í Vík tók þann 22. nóvember árið 1973, daginn eftir að Varnarliðsvélin nauðlenti á sandinum, má sjá hvernig hún leit þá út. Hún var á leið frá Hornafirði til Keflavíkurflugvallar þegar báðir hreyflar hennar urðu aflvana, að því er talið er vegna ísingar í blöndungi. Eftir að ljóst varð að henni yrði ekki flogið af sandinum fjarlægði Varnarliðið verðmæti úr vélinni, þar á meðal hreyflana og báða vængina sem og tæki úr stjórnklefa. Skrokkurinn varð hins vegar eftir. Varnarliðsflugvéln nauðlenti á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973. Þessi mynd var tekin daginn eftir.Þórir Kjartansson Eftir að flakið varð frægt hafa landeigendur nýtt það til tekjuöflunar og rukka bílastæðagjöld en hafa þó haft áhyggjur af því að það væri að eyðast upp. Og það var einmitt þeirri spurningu sem varpað var fram í viðtalinu sumarið 2016, í ljósi þess að flakið væri að grotna niður, hvort það þyrfti nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svaraði Benedikt bóndi og hló. Já, þetta var sagt fyrir níu árum. Núna er arftakinn fundinn, í gömlu Varnarliðsflugskýli á Keflavíkurflugvelli. Landeigendafélag Ytri-Sólheima er búið að kaupa gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu fyrir fjórar milljónir króna, en vélina má sjá hér: Douglas Dakota-flugvélin var með skrásetningarstafina TF-ISB og hét Gunnfaxi. Gömlu Flugfélagslitirnir virtust enn nokkuð skýrir á skrokknum þegar við skoðuðum flugvélina í skýlinu í Keflavík. Gunnfaxi flaug síðast árið 1976 en var þá gefinn Landgræðslunni til að nota í varahluti fyrir Pál Sveinsson. Þegar svo Þristavinafélagið fékk Pál Sveinsson að gjöf árið 2005 fylgdi Gunnfaxi með. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Um ástæðu þess að Þristavinafélagið ákvað núna að selja Gunnfaxa segir formaðurinn Tómas Dagur Helgason að félagið hafi ekki lengur haft geymslupláss fyrir flugvélina og hvorki fjármagn né getu til að vera með tvo þrista í sýningarhæfu ástandi. Hinn þristurinn, Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi, er varðveittur í Flugsafninu á Akureyri. Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Benedikt Bragason á Ytri-Sólheimum segir hugmyndina að flytja Gunnfaxa sem fyrst austur á Sólheimasand og jafnvel að koma honum í upphaflegt útlit Varnarliðsvélarinnar. Hann segir þó ekki fullmótað hvað gert verður. Þristurinn sem brotlenti á sandinum var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, herútgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi.Þórir Kjartansson Benedikt kveðst vera félagi í Þristavinafélaginu. Segist hann vonast til að kaupverðið geti hjálpað félaginu að gera Pál Sveinsson flughæfan að nýju. Ljósmyndin af Gunnfaxa á Skógasandi vekur óneitanlega þá spurningu hvort ekki mætti varðveita flugvélina í Flugfélagslitum, og jafnvel á samgöngusafninu á Skógum. Benedikt kveðst þó fremur vilja hafa flugvélina sín megin Jökulsár. Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Rangárþing eystra Söfn Ferðaþjónusta Icelandair Tengdar fréttir Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp fréttin frá árinu 2016 þegar flugvélarflakið á Sólheimasandi varð einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands, landeigendum að óvörum. Flak Varnarliðsvélarinnar á Sólheimasandi sumarið 2016.Stöð 2 Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum, sagðist þá hafa búist við því að flakið yrði vinsælt um tíma en síðan myndi þetta ganga yfir. „En þetta er ekkert búið. Þetta er bara meira og meira," sagði Sólheimabóndinn í viðtalinu sem birtist þann 29. ágúst 2016. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum. Landeigendur selja aðgang að flugvélarflakinu í gegnum bílastæðagjöld.Stöð 2 Á ljósmyndum sem Þórir Kjartansson í Vík tók þann 22. nóvember árið 1973, daginn eftir að Varnarliðsvélin nauðlenti á sandinum, má sjá hvernig hún leit þá út. Hún var á leið frá Hornafirði til Keflavíkurflugvallar þegar báðir hreyflar hennar urðu aflvana, að því er talið er vegna ísingar í blöndungi. Eftir að ljóst varð að henni yrði ekki flogið af sandinum fjarlægði Varnarliðið verðmæti úr vélinni, þar á meðal hreyflana og báða vængina sem og tæki úr stjórnklefa. Skrokkurinn varð hins vegar eftir. Varnarliðsflugvéln nauðlenti á Sólheimasandi þann 21. nóvember árið 1973. Þessi mynd var tekin daginn eftir.Þórir Kjartansson Eftir að flakið varð frægt hafa landeigendur nýtt það til tekjuöflunar og rukka bílastæðagjöld en hafa þó haft áhyggjur af því að það væri að eyðast upp. Og það var einmitt þeirri spurningu sem varpað var fram í viðtalinu sumarið 2016, í ljósi þess að flakið væri að grotna niður, hvort það þyrfti nýtt flak. „Jú, við erum farnir að svipast um eftir nýju flaki,” svaraði Benedikt bóndi og hló. Já, þetta var sagt fyrir níu árum. Núna er arftakinn fundinn, í gömlu Varnarliðsflugskýli á Keflavíkurflugvelli. Landeigendafélag Ytri-Sólheima er búið að kaupa gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu fyrir fjórar milljónir króna, en vélina má sjá hér: Douglas Dakota-flugvélin var með skrásetningarstafina TF-ISB og hét Gunnfaxi. Gömlu Flugfélagslitirnir virtust enn nokkuð skýrir á skrokknum þegar við skoðuðum flugvélina í skýlinu í Keflavík. Gunnfaxi flaug síðast árið 1976 en var þá gefinn Landgræðslunni til að nota í varahluti fyrir Pál Sveinsson. Þegar svo Þristavinafélagið fékk Pál Sveinsson að gjöf árið 2005 fylgdi Gunnfaxi með. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Um ástæðu þess að Þristavinafélagið ákvað núna að selja Gunnfaxa segir formaðurinn Tómas Dagur Helgason að félagið hafi ekki lengur haft geymslupláss fyrir flugvélina og hvorki fjármagn né getu til að vera með tvo þrista í sýningarhæfu ástandi. Hinn þristurinn, Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi, er varðveittur í Flugsafninu á Akureyri. Þristurinn Páll Sveinsson á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Flugvélin hefur eftir það ekki komið til Reykjavíkur heldur setið óflughæf á Akureyrarflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Benedikt Bragason á Ytri-Sólheimum segir hugmyndina að flytja Gunnfaxa sem fyrst austur á Sólheimasand og jafnvel að koma honum í upphaflegt útlit Varnarliðsvélarinnar. Hann segir þó ekki fullmótað hvað gert verður. Þristurinn sem brotlenti á sandinum var af gerðinni C 117D, endurbætt útgáfa af Douglas C-47, herútgáfu DC-3. Stélið er til dæmis öðruvísi.Þórir Kjartansson Benedikt kveðst vera félagi í Þristavinafélaginu. Segist hann vonast til að kaupverðið geti hjálpað félaginu að gera Pál Sveinsson flughæfan að nýju. Ljósmyndin af Gunnfaxa á Skógasandi vekur óneitanlega þá spurningu hvort ekki mætti varðveita flugvélina í Flugfélagslitum, og jafnvel á samgöngusafninu á Skógum. Benedikt kveðst þó fremur vilja hafa flugvélina sín megin Jökulsár.
Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Rangárþing eystra Söfn Ferðaþjónusta Icelandair Tengdar fréttir Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45