Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Meirihluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, neitar sér um heilbrigðisþjónustu og metur andlega heilsu slæma. Rannsakendur segja sláandi niðurstöður hafa komið á óvart. Velferðarkerfið hefur brugðist og ráðamenn þurfa að bregðast að sögn forsvarsfólks hópsins.

Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir sam­ræði við þrettán ára stúlku

23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu.

Innlent

For­stjóri „í stríðshug“ sagður ætla að stýra stofnuninni einn

Forstjóri HSS var borinn þungum sökum í dómssal í máli sem hann höfðaði sjálfur gegn heilbrigðisráðherra. Forstjórinn er sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Margt hafi gengið á í stjórnartíð hans en nú þegar styttist í starfslok virðist hann í stríðshug.

Innlent

Flugumferðarstjórar boða til verk­falls í næstu viku

Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli.

Innlent

„Ég fyrir­lít þessi stjórn­völd!“

Inga Sæland var ómyrk í máli þegar hún ræddi nýja skýrslu um stöðu fatlaðra á Íslandi á Alþingi í dag. „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ hrópaði hún úr pontu Alþingis.

Innlent

Fimm nýir tóku sæti í Hæsta­rétti

Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum.

Innlent

Rann­sak­endur trúðu varla eigin augum

Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og almennt eru lífsskilyrði þess miklu verri en launafólks samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn. Rannsakendur segja niðurstöðurnar sláandi. Það hafi komið á óvart hversu slæm staða hópsins er. Formaður BSRB segir velferðakerfið hafa brugðist.

Innlent

Sigur­lín mátti sín lítils í bar­áttunni við RÚV

Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus.

Innlent

Seðla­banka­stjóri á­nægður með tóninn í kjara­við­ræðum

Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu.

Innlent

Á­kveðnar sprungur mögu­lega varð­veittar

Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn.

Innlent

Á­fram verði „stórt gat“ í rekstri fjöl­margra bænda

Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta.

Innlent

Gróðureldar um allan heim og asahláka á allra vörum

Árið byrjaði eins og það síðasta endaði: Með mestu kuldatíð í manna minnum. Svo tók við hin margumtalaða asahláka, sem setti samfélagið á Suðvesturhorni landsins nánast á hliðina. Svo var vont veður og lægðir fram á sumar og fjöldamörg snjóflóð féllu á Austfjörðum.

Innlent

Segja ís­lensk stjórn­völd „í kappi að botninum“

Íslensk félagasamtök og hagsmunaaðilar segja íslensk stjórnvöld vera „í kappi að botninum“ og að ef verði af fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á lögum um útlendinga stefni íslensk stjórnvöld að því að verða „lægsti samnefnari réttinda flóttafólks á Norðurlöndum“.

Innlent

Þrettán starfs­­menn fylgdu um 180 Venesúela­búum heim

Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex.

Innlent

„Stór­kost­legt á­hyggju­efni“

Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni.

Innlent