Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:37 Inga Sæland segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölu Íslandsbanka. Vísir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“ Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“
Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48
Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24