Innlent

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Innlent

Allra leiða leitað til standa með Grind­víkingum

Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort hægt verði að gera við um tuttugu hús sem nú eru heitavatns- eða rafmagnslaus í Grindavík vegna bilunar í dreifikerfi. Ráðist var í umfangsmiklar viðgerðir í gær og í dag en ástandið versnar áfram.

Innlent

Vélinni lík­lega flogið heim frá Ind­landi á næstu vikum

Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. 

Innlent

Gætum nýtt raf­orku átta prósent betur

Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar.

Innlent

Nokkur fjöldi án hita­veitu

Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi.

Innlent

Bein út­sending: Engin orku­sóun

Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun hafa látið vinna ítarlega skýrslu um orkunýtni á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í beinu streymi.

Innlent

Til­kynntar nauðganir ekki færri í þrettán ár

Umtalsverð fækkun hefur verið á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu. Ekki hafa færri nauðganir verið tilkynntar á síðustu þrettán árum. Verkefnastjóri hjá lögreglunni segir tölurnar líkjast því sem sást í Covid-faraldrinum. 

Innlent

Hvað vilja Grind­víkingar?

Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni.

Innlent

Niður­fellingar skulda og vaxta séu í skoðun

Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun.

Innlent

Mega hýsa síðu sem kort­leggur gyðinga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim.

Innlent

Troð­fullt á bráða­mót­töku

Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað.

Innlent