Innlent

Þensla undir Þor­birni og öflugra merki um land­ris

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.

Innlent

Lög­regla gefur ekkert upp um þá hand­teknu

Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent

Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni

Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum.

Innlent

Bein út­sending: Opnunar­mál­stofa Þjóðar­spegilsins

Þjóðtrú og lífsviðhorf Íslendinga, stjórnarskrárbreytingar, líðan, kulnun og tíðahvörf á vinnumarkaði, kynbundið ofbeldi, samfélagsmiðlar, hvalveiðar og dýrarvernd, frjósemi og vinnumarkaður og lífsstílshagfræði er meðal þess sem verður til umfjöllunar á hinni árlegu ráðstefnu Þjóðarspegilsins sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun.

Innlent

Bana­slys á Reykja­nes­braut

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut, skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ í dag eftir að ökutæki sem hann ók valt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent

Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald

Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Innlent

„Ég ætlaði varla að trúa þessu“

Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 

Innlent

Leita byssumanns eftir skot­á­rás í Úlfarsárdal

Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina.

Innlent

Borgina vantar bagga og biðlar til bænda

Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups.

Innlent

Jarð­skjálfta­virkni heldur á­fram

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Þorbjörn og Svartsengi á Reykjanesskaga. Rúmlega tvö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti en engar stórar breytingar eru á virkninni síðan í gær. Síðasta sólarhring hafa aðalega smáskjálftar mælst á svæðinu en enn má gera ráð fyrir stærri skjálftum. 

Innlent