Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. febrúar 2025 23:30 Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur við í málinu. Getty Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi verið að elta yngri nemanda í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Taldi kennarann hafa brugðist rangt við Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Héraðsdómur taldi inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur féllst aftur á móti ekki á að inngrip hennar hafi verið á skjön við ákvæðið. Kallaði eftir aðstoð en fékk hana ekki Fram kom í dómi Landsréttar að dómurinn teldi að ekki hafi verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hafi ætlunin verið að grípa inn í mögulega skaðlega hegðun nemandans. Í reglugerðinni kemur fram að meti starfsfólk skóla svo að háttsemi nemanda leiði af sér hættu fyrir samnemendur eða starfsfólk beri því skylda að bregðast tafarlaust við með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Því úrræði skuli aðeins beita í ítrustu neyð. Í málsatvikum dómsins kemur jafnframt fram að þegar kennarinn hafi verið slegin í andlitið af nemandanum hafi verið henni efst í huga að stöðva frekari hættu og því tekið utan um hann aftan frá og komið honum fram. Á leiðinni úr matsalnum hafi hún kallað eftir aðstoð en enga hjálp fengið þar til hún var komin fram að tröppunum, þar sem hún hafi fallið í stympingum við nemanda og hann skallað hana. Í framburði kennarans kom fram að nemandinn ætti sögu um að vera óútreiknanlegir og geta tekið æðisköst og misst stjórn á sér. Þá þyrfti inngrip frá starfsfólki til að hann ylli hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Þá kom fram í málsatvikum að umsjónarkennari nemandans hafi skráð fjölda tilvika í dagbók sem voru til marks um alvarlegan hegðunarvanda hans. Atvikið ekki skráð sem skyldi Áður en nemandinn hóf nám í skólanum hafi verið talin þörf á því að ráða sérstakan kennara til að fylgja honum. Kennari sem hafi verið ráðinn til þess hafi tekið við umsjónarkennslu í bekk nemandans og ekki yrði séð að annars starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með honum. Í dóminum kemur loks fram að skólinn hafi ekki skráð atvikið og varðveitt eins og skylt er samkvæmt reglugerðinni. Þá hafi skólinn átt að skrá fyrri atvik nemandans, sem finna mátti í dagbók um skólagöngu hans, í samræmi við þá skyldu. Svo virðist sem sú vanræksla hafi leitt til þess að skólastjórnendur höfðu ekki rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Því hafi vanrækslan átt þátt í því að kennarinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Sem fyrr segir var skaðabótaskylda sveitarfélagsins viðurkennd sem og réttur kennarans til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá tryggingarfélaginu Vís. Þá var bæði sveitarfélaginu og tryggingarfélaginu gert að greiða 2,6 milljónir króna óskipt í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Grunnskólar Tryggingar Skóla- og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi verið að elta yngri nemanda í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Taldi kennarann hafa brugðist rangt við Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Héraðsdómur taldi inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur féllst aftur á móti ekki á að inngrip hennar hafi verið á skjön við ákvæðið. Kallaði eftir aðstoð en fékk hana ekki Fram kom í dómi Landsréttar að dómurinn teldi að ekki hafi verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hafi ætlunin verið að grípa inn í mögulega skaðlega hegðun nemandans. Í reglugerðinni kemur fram að meti starfsfólk skóla svo að háttsemi nemanda leiði af sér hættu fyrir samnemendur eða starfsfólk beri því skylda að bregðast tafarlaust við með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Því úrræði skuli aðeins beita í ítrustu neyð. Í málsatvikum dómsins kemur jafnframt fram að þegar kennarinn hafi verið slegin í andlitið af nemandanum hafi verið henni efst í huga að stöðva frekari hættu og því tekið utan um hann aftan frá og komið honum fram. Á leiðinni úr matsalnum hafi hún kallað eftir aðstoð en enga hjálp fengið þar til hún var komin fram að tröppunum, þar sem hún hafi fallið í stympingum við nemanda og hann skallað hana. Í framburði kennarans kom fram að nemandinn ætti sögu um að vera óútreiknanlegir og geta tekið æðisköst og misst stjórn á sér. Þá þyrfti inngrip frá starfsfólki til að hann ylli hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Þá kom fram í málsatvikum að umsjónarkennari nemandans hafi skráð fjölda tilvika í dagbók sem voru til marks um alvarlegan hegðunarvanda hans. Atvikið ekki skráð sem skyldi Áður en nemandinn hóf nám í skólanum hafi verið talin þörf á því að ráða sérstakan kennara til að fylgja honum. Kennari sem hafi verið ráðinn til þess hafi tekið við umsjónarkennslu í bekk nemandans og ekki yrði séð að annars starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með honum. Í dóminum kemur loks fram að skólinn hafi ekki skráð atvikið og varðveitt eins og skylt er samkvæmt reglugerðinni. Þá hafi skólinn átt að skrá fyrri atvik nemandans, sem finna mátti í dagbók um skólagöngu hans, í samræmi við þá skyldu. Svo virðist sem sú vanræksla hafi leitt til þess að skólastjórnendur höfðu ekki rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Því hafi vanrækslan átt þátt í því að kennarinn varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Sem fyrr segir var skaðabótaskylda sveitarfélagsins viðurkennd sem og réttur kennarans til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá tryggingarfélaginu Vís. Þá var bæði sveitarfélaginu og tryggingarfélaginu gert að greiða 2,6 milljónir króna óskipt í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Grunnskólar Tryggingar Skóla- og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira