Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2025 20:06 Knútur og Helena, eigendur Friðheima, sem þurfa að borga vel yfir 10 milljónir króna á hverjum mánuði vegna raflýsingar í gróðurhúsunum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur. Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira