Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Evrópumót karla, kvenna, stúlkna og pilta í golfi hófst í dag en Ísland teflir fram liði á öllum mótunum. Dagurinn fór frábærlega af stað hjá karlaliðinu sem er í 2. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Golf 8.7.2025 22:03
Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Næsta risamót í golfinu er Opna breska meistaramótið sem fer nú fram í 153. sinn. Þangað komast ekki allir sem vilja og því er það stórt takmark fyrir marga að tryggja sig þar inn. Golf 5.7.2025 07:02
Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari. Golf 1.7.2025 13:31
Tómas fór illa með Frakkann Tómas Hjaltested heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna breska áhugamannamótinu í golfi en hann sló Frakkann Paul Beauvy út með sannfærandi hætti í dag, í 64 manna úrslitum. Næsti mótherji Tómasar er frá Þýskalandi. Golf 18.6.2025 15:45
Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Kylfingurinn Tómas Hjaltested keppir í dag í útsláttarkeppni Opna breska áhugamannamótsins í golfi eftir að hafa verið sá eini af fimm Íslendingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Logi Sigurðsson féll út í bráðabana. Golf 18.6.2025 10:05
Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Golf 16.6.2025 13:32
Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Bandaríski kylfingurinn J.J. Spaun vann US Open, Opna bandaríska meistaramótið í golfi, í gærkvöldi eftir miklar sveiflur á lokahringnum. Golf 16.6.2025 06:31
Mikil seinkun vegna rigningar Mikil seinkun varð á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þar sem himnarnir opnuðust og gríðarleg rigning stöðvaði leik tímabundið í dag. Golf 15.6.2025 22:14
Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta Sam Burns er enn í efsta sæti, fjórum höggum undir pari, eftir þriðja keppnisdag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi og gæti síðar í dag lyft sínum fyrsta risamótstitli á loft. Aðeins fjórir kylfingar eru undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Golf 15.6.2025 09:47
„Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Þó kylfingurinn Rory McIlroy sé ekki í besta skapinu þessa dagana þá ræddi hann stuttlega við fjölmiðla eftir keppni dagsins á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann komst í gegnum niðurskurðinn en var ekki viss hvort það væri yfir höfuð jákvætt. Golf 14.6.2025 20:37
Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Bandaríkjamaðurinn JJ Spaun er einn með forystuna eftir fyrsta hring á Opna bandaríska mótinu í golfi og honum tókst að sleppa alfarið við skolla á Oakmont Country Club vellinum í dag. Golf 13.6.2025 00:07
Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Patrick Reed gerði sér lítið fyrir og náði albatross á fyrsta degi Opna bandaríska mótsins í golfi í dag, í Oakmont í Pennsylvaniu. Golf 12.6.2025 20:46
Tannlæknir keppir á opna bandaríska Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag en óþekktur kylfingur hefur vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína á mótinu. Golf 12.6.2025 09:30
Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Golf 10.6.2025 09:02
Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri með alþjóðlega liðinu á Arnold Palmer Cup, sterkasta áhugamannamóti heims. Golf 7.6.2025 20:09
Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera góða hluti með alþjóðalega liðinu á Arnold Palmer Cup sem er sterkasta áhugamannamót heims. Golf 7.6.2025 10:01
Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. Golf 5.6.2025 10:02
Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Íslandsmótið í holukeppni kvenna fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 20. - 23. júní. Til stóð að mótið færi fram viku fyrr, á Urriðavelli í Garðabæ 13.-15. júní, en eftir mat á vallaraðstæðum var ákveðið að færa mótið. Golf 5.6.2025 08:37
Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Dagbjartur Sigurbrandsson náði ekki að tryggja sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, hann endaði jafn í 38. sæti á lokaúrtökumóti í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum í gær. Dagbjartur var í tólfta sæti eftir fyrri hringinn en sá seinni reyndist honum erfiður. Golf 3.6.2025 11:02
Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hömpuðu bæði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta sinn í gær. Heiðrún vann afgerandi sigur í kvennaflokki en Jóhannes tryggði sigur í karlaflokki í bráðabana. Golf 2.6.2025 11:30
„Lengi dreymt um að keppa við þá“ Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni. Golf 2.6.2025 10:15
Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Scottie Scheffler vann Minningarmótið annað árið í röð, titill sem einungis Tiger Woods hafði áður tekist að verja. Scheffler vann mótið með yfirburðum, fjórum höggum betur en næsti maður á eftir, og hefur nú unnið þrjú af fjórum mótum síðastliðinn mánuð. Golf 2.6.2025 08:33
Besti árangur Andreu á tímabilinu: Var með forystuna en endaði í fjórða sæti Andrea Bergsdóttir náði sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún hafnaði í fjórða sæti á Santander golfmótinu á LET Access mótaröðinni. Andrea var í efsta sæti fyrir lokahringinn á Naturavila golfvellinum í dag en endaði einu höggi á eftir efstu þremur kylfingunum. Golf 31.5.2025 13:12
Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Bráðefnilegur kylfingur að nafni Kristófer Daði Viktorsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Vestmannaeyjavelli. Golf 21.5.2025 17:16