Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 17:00 Þessi mynd er tekin á Leirdalsvelli og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Tveir þátttakendur Íslandsmóts golfklúbba í 3. deild karla 2025 á golfvelli Golfklúbbs Sauðárkróks hafa verið áminntir fyrir áfengisneyslu á mótinu. Þeir játuðu að hafa drukkið einn bjór og ekki var talið sannað að þeir hefðu drukkið meira, þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir því að þeir hefðu verið sjáanlega drukknir. Einnig var kvartað yfir því að þeir hefðu beitt svokallaðri „Happy Gilmore-sveiflu“ á fyrsta teig. Aganefnd taldi þeim hins vegar frjálst að slá með þeim hætti. Í nýlegum úrskurði aganefndar GSÍ segir að í kæru á hendur mönnunum tveimur hafi komið fram að á meðan fyrri 9 holurnar voru leiknar hefði dómara borist ábending frá liðsstjóra annars golfklúbbs um óviðeigandi hegðun mannanna og ákall um að tekið yrði á framkomu þeirra, sem ekki væri við hæfi vegna ölvunarástands. Dómari mótsins hefði því spurt mennina, hvorn í sínu lagi, þegar þeir gengu að 10. teig hvort rétt væri að þeir væru að drekka áfengi á meðan leikur stæði yfir og að þeir hefðu báðir neitað því. Þeim hefði þá verið gert ljóst að óviðeigandi framkoma væri með öllu ólíðandi. Þá hefði dómari kallað liðsstjóra golfklúbbs mannanna til sín þegar hann kom í skálann, en hann hefði verið tveimur ráshópum á eftir mönnunum og greint honum frá því að leikmenn hans sýndu hegðun sem væri ekki ásættanleg. Fram hefði komið í samtali þeirra að frávísun væri líkleg niðurstaða miðað við það sem þarna lá fyrir og liðsstjórinn hefði sagst styðja slíka ákvörðun, yrði hún tekin. Happy Gilmore-sveifla „Í framhaldi hefðu frekari upplýsingar borist s.s. að ákærðu [svo] hefðu keypt bjór í skála rétt fyrir útræs; „Happy Gilmore“-sveifla hefði verið tekin á fyrsta teig, áður en ræsir hefði boðið þeim að slá; ráshópar á eftir ákærðu hefðu hirt upp tómar bjórdósir m.a. á 8. braut og þá hefðu leikmenn [annars golfklúbbs] í óformlegum samtölum lýst hringnum sem óskemmtilegri upplifun.“ Happy Gilmore-sveifla vísar til þess þegar tekið er tilhlaup að boltanum og hann slegið af krafti. Hér má sjá atriði úr Happy Gilmore 2 þar sem söguhetjan tekur slíka sveiflu.Netflix Eftir að mennirnir komu inn í skála að leik loknum hefði annar þeirra gefið sig á tal við dómara þar sem hann hefði furðað sig á áminningunni sem þeir hefðu fengið eftir 9 holur. „Voru orð hans sögð af miklu offorsi, virðingarleysi og með hroka og voru þó nokkrir leikmenn annarra liða vitni að þeim samskiptum. Strax í framhaldi af þessu voru báðum ákærðu gefin skýr skilaboð um að þeir fengju báðir frávísun vegna neyslu áfengis og óviðunandi framkomu.“ Fáeinum mínútum síðar hefði liðsstjóra golfklúbbs mannanna borið að og honum verið tjáð að mönnunum hefði verið veitt frávísun og að best væri að þeir yfirgæfu svæðið sem fyrst. Sá liðsstjórinn strax til þess að svo yrði. Hann hefði engar athugasemdir gert við þau málalok og beðið starfsmenn mótsins og aðra leikmenn margfaldlega afsökunar á hegðun leikmanna sinna. Afsökunarbeiðni ekki í samræmi við greinargerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í kærunni segi að hún byggi á brotum á almennum staðarreglum 2025 ásamt móta- og keppendareglum GSÍ. Nánar tiltekið sé fundið að framkomu mannanna á mótinu gagnvart meðkeppendum, starfsmönnum golfklúbbsins og sjálfboðaliðum og meintri ölvun og drykkju þeirra á meðan mót stóð yfir. Athygli veki að greinargerð mannanna í málinu virðist ekki vera alveg í samræmi við afsökunarbeiðni þeirra sem þeir sendu til formanns Golfklúbbs Sauðárkróks og dómara mótsins, en ekki verði af þeirri afsökunarbeiðni annað ráðið en að á þeim tíma hafi mennirnir verið nokkuð sammála þeim ásökunum sem fram koma í kærunni á hendur þeim, enda byggi afsökunarbeiðnin á því. ĺ greinargerð sinni dragi þeir hins vegar úr sínum þætti og heimfæri það upp á glens og segi að þeir hafi verið ósáttir við að vera bornir viðkomandi sökum. Samkvæmt fyrirliggjandi vitnisburði vitna og samkvæmt því sem fram hafi komið í símtali aganefndar við önnur vitni þá sé ljóst að upplifun annarra á mótinu af framkomu þeirra sé í samræmi við það sem fram kemur í kæru. Í 10. grein móta- og keppendareglna GSÍ komi fram þær reglur sem gilda um framkomu þeirra sem að golfmótum koma og gildi það fyrir keppendur, starfsmenn klúbba og sjálfboðaliða. Þá vísi þessi grein einnig til siðareglna ÍSÍ en í þeim sé að finna nánari lýsingu á þeim kröfum sem gilda um framkomu viðkomandi aðila. Ekki verður séð að framkoma sú sem tilgreind er í kæru og vitni hafa stutt, bæði skriflega og munnlega í símtali við aganefnd, sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í móta- og keppendareglum GSÍ og siðareglum ÍSÍ. Aðferð við högg algerlega val kylfings Þá segir að í kærunni og í greinargerð mannanna sé sérstaklega vikið að „Happy Gilmore“-aðferð við teighögg, sem gert hafi verið án þess að ræsir hefði heimilað mönnunum að leika. Það sem í úrskurðinum er kallað „Happy Gilmore“-aðferð er aðferð til þess að slá golfkúlu sem skáldaði kylfingurinn Happy Gilmore beitti í samnefndri kvikmynd Adams Sandler frá árinu 1996. Hún felst í því að kylfingur stillir sér upp nokkuð fyrir aftan golfkúluna, tekur tilhlaup og slær kúluna á ferðinni. Í kvikmyndinni beitir Gilmore aðferðinni með glimrandi árangri en gríðarlega erfitt er að beita henni með nokkurs konar árangri, líkt og allir sem aðferðina hafa prófað vita. Í úrskurðinum segir að í þessu tilfelli sé rétt að taka undir sjónarmið mannanna um að hvernig högg er tekið sé algerlega val viðkomandi leikmanns, svo lengi sem boltinn sé sleginn í samræmi við þær kröfur sem golfreglur gera. Taka ekki afstöðu til þjófstarts Í þessu móti hafi verið skipaður ræsir og það sé hans hlutverk að ræsa leikmenn þegar rástími þeirra er kominn og óhætt er að leika bolta af teig. Ræsir geti því ákveðið að vegna aðstæðna eigi leikur ekki að hefjast á þeim tíma sem tilgreindur er og almennt sé litið svo á að ef ræsir hefur ekki boðið leikmanni að leika af teig þá sé rástími hans ekki kominn. Rétt sé að benda á að samkvæmt golfreglu 5.3 sé vikið að því að rástími sé nákvæmur og það sé sama víti fyrir að hefja leik of snemma og of seint. „Hafi því heimild ræsis ekki legið fyrir þegar leikmaður hóf leik á teig, þá er litið svo á að þaðjafngildir því að leika af teig áður en rástími var kominn. Hins vegar verður ekki séð af kæru né heldur af greinargerð ákærðra að nein víti hafi verið úrskurðuð í þessu sambandi á mótinu og því mun aganefnd ekki taka neina afstöðu til þessa atviks sem slíks.“ Upplifun annarra að um völlinn færu drukknir menn Þá komi fram í kæru að mennirnir hafi verið ölvaðir og því haldið fram að þeir hafi verið að drekka bjór á meðan á leik stóð, enda hafi þeir keypt bjór rétt áður en þeir hófu leik og sett í golfpoka sína, enda hafi svo önnur holl sem léku á eftir þeim fundið tómar dósir á vellinum. Ekki komi fram í kæru hvort nokkur hafi verið vitni að þessari meintu drykkju þeirr, að öðru leyti en að mynd af öðrum þeirra með bjórdós í hendi hafi fylgt kærunni. „Hafa enda kærðu viðurkennt drykkju á þessum eina bjór sem er á þeirri mynd í greinargerð sinni. Í ljósi þess að ekki voru gerðar neinar mælingar á því hvort ákærðu [svo] hafi mætt ölvaðir til leiks eða drukkið meira en þennan eina bjór er ekki hægt að slá því föstu að svo hafi verið. Það sem hins vegar er ljóst er að ákærðu drukku að minnsta kosti þennan eina bjór sem þeir hafa viðurkennt og að upplifun þeirra sem voru í kringum þá var sú að þarna færu menn sem væru drukknir.“ Báru við venju en reglurnar skýrar Mennirnir hafi aftur á móti sagt í greinargerð sinni að bjórdrykkja á meðan á leik standi sé í samræmi við háttsemi sem aðrir kylfingar hafi viðhaft á sambærilegum mótum sem þeir hafi tekið þátt í. Varðandi það þurfi að líta til þess að golf sé íþrótt og Golfsamband Íslands tilheyri Íþróttasambandi Íslands og almennt viðhorf í íþróttum sé það að neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta. Enda komi þetta viðhorf skýrt og greinilega fram í upphafsorðum stefnulýsingar um forvarnir og fíkniefni, sem samþykkt hafi verið á íþróttaþingi 2. nóvember 1997 og sé enn í fullu gildi. Það komi líka fram í almennum staðarreglum 2025 um hegðun leikmanna, sem Golfsambandið hafi sett vegna golfmóta á þeirra vegum á yfirstandandi ári. „Í lokakafla þess er neysla vímuefna, sem nær meðal annars til áfengis, flokkuð sem mjög alvarlegt brot á þeim staðarreglum og er viti fyrir fyrsta brot frávísun. Það er því kristaltært að ekki á neinum mótum sem haldin eru undir merkjum GSÍ er neysla áfengis og annarra fíkniefna liðin og að þeim sem það brjóta er umsvifalaust vikið úr keppni verði þeir uppvísir að slíku.“ Að öllu framangreindu virtu sé það niðurstaða aganefndar að háttsemi mannanna hafi verið ámælisverð. Í ljósi þess að gripið hafði verið til þess ráðs að vísa mönnunum úr mótinu vegna framkomu sinnar þyki aganefnd hæfileg viðurlög vera áminning til mannanna. Golf Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Skagafjörður Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í nýlegum úrskurði aganefndar GSÍ segir að í kæru á hendur mönnunum tveimur hafi komið fram að á meðan fyrri 9 holurnar voru leiknar hefði dómara borist ábending frá liðsstjóra annars golfklúbbs um óviðeigandi hegðun mannanna og ákall um að tekið yrði á framkomu þeirra, sem ekki væri við hæfi vegna ölvunarástands. Dómari mótsins hefði því spurt mennina, hvorn í sínu lagi, þegar þeir gengu að 10. teig hvort rétt væri að þeir væru að drekka áfengi á meðan leikur stæði yfir og að þeir hefðu báðir neitað því. Þeim hefði þá verið gert ljóst að óviðeigandi framkoma væri með öllu ólíðandi. Þá hefði dómari kallað liðsstjóra golfklúbbs mannanna til sín þegar hann kom í skálann, en hann hefði verið tveimur ráshópum á eftir mönnunum og greint honum frá því að leikmenn hans sýndu hegðun sem væri ekki ásættanleg. Fram hefði komið í samtali þeirra að frávísun væri líkleg niðurstaða miðað við það sem þarna lá fyrir og liðsstjórinn hefði sagst styðja slíka ákvörðun, yrði hún tekin. Happy Gilmore-sveifla „Í framhaldi hefðu frekari upplýsingar borist s.s. að ákærðu [svo] hefðu keypt bjór í skála rétt fyrir útræs; „Happy Gilmore“-sveifla hefði verið tekin á fyrsta teig, áður en ræsir hefði boðið þeim að slá; ráshópar á eftir ákærðu hefðu hirt upp tómar bjórdósir m.a. á 8. braut og þá hefðu leikmenn [annars golfklúbbs] í óformlegum samtölum lýst hringnum sem óskemmtilegri upplifun.“ Happy Gilmore-sveifla vísar til þess þegar tekið er tilhlaup að boltanum og hann slegið af krafti. Hér má sjá atriði úr Happy Gilmore 2 þar sem söguhetjan tekur slíka sveiflu.Netflix Eftir að mennirnir komu inn í skála að leik loknum hefði annar þeirra gefið sig á tal við dómara þar sem hann hefði furðað sig á áminningunni sem þeir hefðu fengið eftir 9 holur. „Voru orð hans sögð af miklu offorsi, virðingarleysi og með hroka og voru þó nokkrir leikmenn annarra liða vitni að þeim samskiptum. Strax í framhaldi af þessu voru báðum ákærðu gefin skýr skilaboð um að þeir fengju báðir frávísun vegna neyslu áfengis og óviðunandi framkomu.“ Fáeinum mínútum síðar hefði liðsstjóra golfklúbbs mannanna borið að og honum verið tjáð að mönnunum hefði verið veitt frávísun og að best væri að þeir yfirgæfu svæðið sem fyrst. Sá liðsstjórinn strax til þess að svo yrði. Hann hefði engar athugasemdir gert við þau málalok og beðið starfsmenn mótsins og aðra leikmenn margfaldlega afsökunar á hegðun leikmanna sinna. Afsökunarbeiðni ekki í samræmi við greinargerð Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að í kærunni segi að hún byggi á brotum á almennum staðarreglum 2025 ásamt móta- og keppendareglum GSÍ. Nánar tiltekið sé fundið að framkomu mannanna á mótinu gagnvart meðkeppendum, starfsmönnum golfklúbbsins og sjálfboðaliðum og meintri ölvun og drykkju þeirra á meðan mót stóð yfir. Athygli veki að greinargerð mannanna í málinu virðist ekki vera alveg í samræmi við afsökunarbeiðni þeirra sem þeir sendu til formanns Golfklúbbs Sauðárkróks og dómara mótsins, en ekki verði af þeirri afsökunarbeiðni annað ráðið en að á þeim tíma hafi mennirnir verið nokkuð sammála þeim ásökunum sem fram koma í kærunni á hendur þeim, enda byggi afsökunarbeiðnin á því. ĺ greinargerð sinni dragi þeir hins vegar úr sínum þætti og heimfæri það upp á glens og segi að þeir hafi verið ósáttir við að vera bornir viðkomandi sökum. Samkvæmt fyrirliggjandi vitnisburði vitna og samkvæmt því sem fram hafi komið í símtali aganefndar við önnur vitni þá sé ljóst að upplifun annarra á mótinu af framkomu þeirra sé í samræmi við það sem fram kemur í kæru. Í 10. grein móta- og keppendareglna GSÍ komi fram þær reglur sem gilda um framkomu þeirra sem að golfmótum koma og gildi það fyrir keppendur, starfsmenn klúbba og sjálfboðaliða. Þá vísi þessi grein einnig til siðareglna ÍSÍ en í þeim sé að finna nánari lýsingu á þeim kröfum sem gilda um framkomu viðkomandi aðila. Ekki verður séð að framkoma sú sem tilgreind er í kæru og vitni hafa stutt, bæði skriflega og munnlega í símtali við aganefnd, sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í móta- og keppendareglum GSÍ og siðareglum ÍSÍ. Aðferð við högg algerlega val kylfings Þá segir að í kærunni og í greinargerð mannanna sé sérstaklega vikið að „Happy Gilmore“-aðferð við teighögg, sem gert hafi verið án þess að ræsir hefði heimilað mönnunum að leika. Það sem í úrskurðinum er kallað „Happy Gilmore“-aðferð er aðferð til þess að slá golfkúlu sem skáldaði kylfingurinn Happy Gilmore beitti í samnefndri kvikmynd Adams Sandler frá árinu 1996. Hún felst í því að kylfingur stillir sér upp nokkuð fyrir aftan golfkúluna, tekur tilhlaup og slær kúluna á ferðinni. Í kvikmyndinni beitir Gilmore aðferðinni með glimrandi árangri en gríðarlega erfitt er að beita henni með nokkurs konar árangri, líkt og allir sem aðferðina hafa prófað vita. Í úrskurðinum segir að í þessu tilfelli sé rétt að taka undir sjónarmið mannanna um að hvernig högg er tekið sé algerlega val viðkomandi leikmanns, svo lengi sem boltinn sé sleginn í samræmi við þær kröfur sem golfreglur gera. Taka ekki afstöðu til þjófstarts Í þessu móti hafi verið skipaður ræsir og það sé hans hlutverk að ræsa leikmenn þegar rástími þeirra er kominn og óhætt er að leika bolta af teig. Ræsir geti því ákveðið að vegna aðstæðna eigi leikur ekki að hefjast á þeim tíma sem tilgreindur er og almennt sé litið svo á að ef ræsir hefur ekki boðið leikmanni að leika af teig þá sé rástími hans ekki kominn. Rétt sé að benda á að samkvæmt golfreglu 5.3 sé vikið að því að rástími sé nákvæmur og það sé sama víti fyrir að hefja leik of snemma og of seint. „Hafi því heimild ræsis ekki legið fyrir þegar leikmaður hóf leik á teig, þá er litið svo á að þaðjafngildir því að leika af teig áður en rástími var kominn. Hins vegar verður ekki séð af kæru né heldur af greinargerð ákærðra að nein víti hafi verið úrskurðuð í þessu sambandi á mótinu og því mun aganefnd ekki taka neina afstöðu til þessa atviks sem slíks.“ Upplifun annarra að um völlinn færu drukknir menn Þá komi fram í kæru að mennirnir hafi verið ölvaðir og því haldið fram að þeir hafi verið að drekka bjór á meðan á leik stóð, enda hafi þeir keypt bjór rétt áður en þeir hófu leik og sett í golfpoka sína, enda hafi svo önnur holl sem léku á eftir þeim fundið tómar dósir á vellinum. Ekki komi fram í kæru hvort nokkur hafi verið vitni að þessari meintu drykkju þeirr, að öðru leyti en að mynd af öðrum þeirra með bjórdós í hendi hafi fylgt kærunni. „Hafa enda kærðu viðurkennt drykkju á þessum eina bjór sem er á þeirri mynd í greinargerð sinni. Í ljósi þess að ekki voru gerðar neinar mælingar á því hvort ákærðu [svo] hafi mætt ölvaðir til leiks eða drukkið meira en þennan eina bjór er ekki hægt að slá því föstu að svo hafi verið. Það sem hins vegar er ljóst er að ákærðu drukku að minnsta kosti þennan eina bjór sem þeir hafa viðurkennt og að upplifun þeirra sem voru í kringum þá var sú að þarna færu menn sem væru drukknir.“ Báru við venju en reglurnar skýrar Mennirnir hafi aftur á móti sagt í greinargerð sinni að bjórdrykkja á meðan á leik standi sé í samræmi við háttsemi sem aðrir kylfingar hafi viðhaft á sambærilegum mótum sem þeir hafi tekið þátt í. Varðandi það þurfi að líta til þess að golf sé íþrótt og Golfsamband Íslands tilheyri Íþróttasambandi Íslands og almennt viðhorf í íþróttum sé það að neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta. Enda komi þetta viðhorf skýrt og greinilega fram í upphafsorðum stefnulýsingar um forvarnir og fíkniefni, sem samþykkt hafi verið á íþróttaþingi 2. nóvember 1997 og sé enn í fullu gildi. Það komi líka fram í almennum staðarreglum 2025 um hegðun leikmanna, sem Golfsambandið hafi sett vegna golfmóta á þeirra vegum á yfirstandandi ári. „Í lokakafla þess er neysla vímuefna, sem nær meðal annars til áfengis, flokkuð sem mjög alvarlegt brot á þeim staðarreglum og er viti fyrir fyrsta brot frávísun. Það er því kristaltært að ekki á neinum mótum sem haldin eru undir merkjum GSÍ er neysla áfengis og annarra fíkniefna liðin og að þeim sem það brjóta er umsvifalaust vikið úr keppni verði þeir uppvísir að slíku.“ Að öllu framangreindu virtu sé það niðurstaða aganefndar að háttsemi mannanna hafi verið ámælisverð. Í ljósi þess að gripið hafði verið til þess ráðs að vísa mönnunum úr mótinu vegna framkomu sinnar þyki aganefnd hæfileg viðurlög vera áminning til mannanna.
Golf Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Skagafjörður Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira