Golf

Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu

Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda.

Golf

Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum.

Golf

Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur

Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti.

Golf

Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum

Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans.

Golf

Axel sigraði með yfirburðum í karlaflokki á fyrsta stigamótinu

Axel Bóasson úr Keili sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröð GSÍ í golfi. Axel lék hringina tvo á Garðavelli á Akranesi á 7 höggum undir pari samtals og var hann sjö höggum betri en Arnar Snær Hákonarson úr GR sem lék á pari samtals. Stefán Már Stefánsson úr GR, sem var efstur eftir fyrri keppnisdaginn á -5 endaði á 2 höggum yfir pari og endað hann í þriðja sæti.

Golf

Birgir Leifur endaði í 25. til 31. sæti í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í 25. til 31. sæti á Telenet Trophy mótinu í Belgíu sem lauk í dag eftir að hafa leikið lokahringinn á pari vallarins. Birgir Leifur var þarna að keppa á sínu öðru móti á evrópsku Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 288 höggum eða á pari vallarins.

Golf

Stefán Már á fimm höggum undir pari

GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson hefur eins högga forskot efrir fyrri dag á Örninn golfmótinu sem er fyrsta mótið á Eimskipsmótatöðinni í golfi. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina og lýkur í dag.

Golf

Vertíðin hefst á Garðavelli í dag

Keppnistímabilið hjá afrekskylfingum landsins hefst með formlegum hætti í dag. Leiknar verða 36 holur eða tveir hringir á Eimskipsmótaröðinni og fer fyrsta mótið fram á Garðavelli á Akranesi og nefnist það Örninn golfmótið.

Golf

Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli

Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð.

Golf

Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum

Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní.

Golf

Tiger ætlar að ná US Open

Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu.

Golf

Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018

Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni.

Golf

Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players

Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par.

Golf

Birgir Leifur náði 3.-4. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson náði frábærum árangri á móti í Áskorendaröð Evrópu sem fór fram í Toskaníuhéraði á Ítalíu um helgina.

Golf

Tiger dró sig úr keppni

Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn.

Golf

Birgir Leifur í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári.

Golf

Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi.

Golf

Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn

Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins.

Golf

Golfgoðsögn látin

Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“.

Golf

Tiger meiddur og kominn í frí

Tiger Woods mun ekki taka þátt í Wells Fargo-meistaramótinu þar sem hann er meiddur á hné. Meiðslin hlaut hann í þriðja hring Masters á dögunum.

Golf

Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný

Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Golf

Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters

Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu.

Golf

Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka

Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka.

Golf

Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið

Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi.

Golf