Golf

Tiger komst naumlega áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods í keppninni í kvöld.
Tiger Woods í keppninni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Tiger Woods slapp naumlega við neyðarlegt tap í fyrstu umferð í heimsmótinu í holukeppni sem hófst í dag. Hann hafði betur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano.

Castano vann fyrstu tvær holurnar en Tiger náði að svara fyrir sig og komast svo yfir á áttundu holu. Castano komst reyndar aftur yfir á elleftu holu en Tiger reyndist sterkari á lokasprettinum.

Tiger féll úr leik í fyrstu umferð í fyrra er hann mætti Dananum Thomas Björn. Luke Donald stóð þá uppi sem sigurvegari.

64 bestu kylfingar heims taka þátt í mótinu, fyrir utan reyndar Phil Mickelson sem ákvað að taka sér frí að þessu sinni. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi þar til einn keppandi stendur eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×